Neytendur hvattir til að skoða fjarskiptareikningana sína vel Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Reikningar fjarskiptafyrirtækja geta verið nokkuð flóknir enda oft um margþætta þjónustu að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40