Minnissjúkdómar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 9. janúar 2019 07:00 Minningar tengja okkur við vini og ástvini. Þess vegna tökum við ljósmyndir, geymum alls konar hluti á hinum og þessum stöðum í híbýlum okkar og erum alltaf að segja sögur. Við erum vegna þess að við munum. Það er uppsöfnuð og varðveitt reynsla okkar sem veldur því að við getum ráðið í umhverfið, fundið öryggi í samfélagi við fólk og jafnvel gert okkur í hugarlund atburðarás áður en hún verður. Þess vegna eru fáir sjúkdómar jafn þjáningarfullir og minnissjúkdómar. Einstaklingur sem man ekki sögu sína er sviptur sjálfum sér því það býr í mannlegu eðli að safna sögum, varðveita minningar og reynslu. Fjölskylda sem ekki rifjar upp og segir sögur gliðnar með tímanum. Við sem höfum átt minnissjúkan ástvin vitum hvað það er langt og átakamikið sorgarferli að sjá hinn veika hverfa hægt en ákveðið inn í græna landið sem tilheyrir ekki okkur. Við verðum vitni að því á löngum tíma hvernig vöggugjafirnar eru teknar í burtu og sameiginleg saga þurrkast út og við sitjum jafnvel með minningar sem ekki er hægt að deila með öðrum. Það verða einmana minningar. Ég heyri stundum þá fullyrðingu að það sé til lítils að heimsækja heilabilaða einstaklinga af því að þeir muni ekkert. En það er eitt sem aldrei þurrkast út, það er þörfin fyrir nánd. Ástvinur sem man ekki lengur þarf áfram nánd og umhyggju. Ég hef líka lært það að kærleikur, þolinmæði og húmor eru eiginleikar sem hjálpa í glímu við minnissjúkdóma. Og til að skapa öryggi er mikilvægt að vera ekki í stöðugum leiðréttingum heldur leiða samtal og nærveru inn á kunnuglegar brautir. Gamlar hefðir, tónlist og uppáhaldsmatur eru verkfæri sem gott er að styðjast við. Gleymum ekki hinum gleymnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Minningar tengja okkur við vini og ástvini. Þess vegna tökum við ljósmyndir, geymum alls konar hluti á hinum og þessum stöðum í híbýlum okkar og erum alltaf að segja sögur. Við erum vegna þess að við munum. Það er uppsöfnuð og varðveitt reynsla okkar sem veldur því að við getum ráðið í umhverfið, fundið öryggi í samfélagi við fólk og jafnvel gert okkur í hugarlund atburðarás áður en hún verður. Þess vegna eru fáir sjúkdómar jafn þjáningarfullir og minnissjúkdómar. Einstaklingur sem man ekki sögu sína er sviptur sjálfum sér því það býr í mannlegu eðli að safna sögum, varðveita minningar og reynslu. Fjölskylda sem ekki rifjar upp og segir sögur gliðnar með tímanum. Við sem höfum átt minnissjúkan ástvin vitum hvað það er langt og átakamikið sorgarferli að sjá hinn veika hverfa hægt en ákveðið inn í græna landið sem tilheyrir ekki okkur. Við verðum vitni að því á löngum tíma hvernig vöggugjafirnar eru teknar í burtu og sameiginleg saga þurrkast út og við sitjum jafnvel með minningar sem ekki er hægt að deila með öðrum. Það verða einmana minningar. Ég heyri stundum þá fullyrðingu að það sé til lítils að heimsækja heilabilaða einstaklinga af því að þeir muni ekkert. En það er eitt sem aldrei þurrkast út, það er þörfin fyrir nánd. Ástvinur sem man ekki lengur þarf áfram nánd og umhyggju. Ég hef líka lært það að kærleikur, þolinmæði og húmor eru eiginleikar sem hjálpa í glímu við minnissjúkdóma. Og til að skapa öryggi er mikilvægt að vera ekki í stöðugum leiðréttingum heldur leiða samtal og nærveru inn á kunnuglegar brautir. Gamlar hefðir, tónlist og uppáhaldsmatur eru verkfæri sem gott er að styðjast við. Gleymum ekki hinum gleymnu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar