Öll púslin skipta máli Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Hvers vegna ætli það sé? Skýringarnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance til stjórna þeirra skráðu félaga þar sem sjóðurinn var hluthafi. Í ljósi þessa mikla áhuga blása útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja til morgunverðarfundar um tilnefningarnefndir á Grand Hótel í fyrramálið. En hvað gera þessar tilnefningarnefndir? Þær eru ekki hluti af árlegri veitingu Óskarsverðlaunanna eins og álykta mætti af nafninu í fyrstu heldur gagnlegt verkfæri hluthafa til að stuðla að góðum stjórnarháttum. Hlutverk tilnefningarnefnda er í sem stystu máli að meta heildstætt og tilnefna einstaklinga sem mynda heildstæðan og fjölhæfan hóp til stjórnarsetu í aðdraganda aðal- eða hluthafafundar. Í áðurnefndri frétt segir meðal annars: „Fram kemur í bréfinu […] að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er athygli á því að 95% af skráðum fyrirtækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum.“ Í störfum sínum skal tilnefningarnefnd vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstaklingar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að rækja hlutverk sitt, eins og segir í nýjustu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins gefa út. Í inngangi leiðbeininganna er þeim sérstaklega beint að „einingum tengdum almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.“ Tilnefningarnefndir komu fyrst fram í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti árið 2009. Þrátt fyrir það voru lengst af einungis tvær tilnefningarnefndir starfandi í skráðum félögum. Sýn, áður Fjarskipti, setti á fót tilnefningarnefnd haustið 2014 og Skeljungur árið 2016.Og stjórnarsætið hlýtur?… Undanfarin misseri hafa tveir fagfjárfestar öðrum fremur kallað eftir tilnefningarnefndum í skráðum félögum: Eaton Vance og Lífeyrissjóðurinn Gildi. Töluvert hefur dregið til tíðinda fyrir áhugafólk um stjórnarhætti fyrirtækja í þessum efnum því í hóp Sýnar og Skeljungs hafa bæst Arion banki, Eik, Festi, Hagar, Origo, Reginn, Reitir, Síminn, Sjóvá, TM og VÍS. Í sumar samþykkti svo hluthafafundur HB Granda að fela stjórn að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félagsins. Af átján félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því fjórtán ýmist með tilnefningarnefnd starfandi, í burðarliðnum eða með í skoðun að koma upp slíkri nefnd. Þessari miklu aukningu á þessum skamma tíma ber að fagna.Bæði verkfæri og markmið Sú staðreynd að bæði innlendir lífeyrissjóðir og erlendur eignastýringasjóður leggja kapp á að íslensk fyrirtæki komi á fót tilnefningarnefndum segir ákveðna sögu. Í áðurnefndri frétt teflir Eaton Vance þannig fram því einfalda sjónarmiði að góðir stjórnarhættir og tilvist tilnefningarnefnda innan fyrirtækja leiði til aukins virðis fyrirtækja til lengri tíma. Sjónarmiðið er því ekki eingöngu að góðir stjórnarhættir séu eftirsóknarverðir sem sjálfstætt markmið heldur leiði góðir stjórnarhættir til aukins virðis fyrir hluthafa, og að einn hornsteina góðra stjórnarhátta sé einmitt tilnefningarnefndir. Þetta ætti að vera hluthöfum hvatning til að í það minnsta skoða gaumgæfilega að koma á fót tilnefningarnefndum í sínum félögum til að tryggja fjölbreytni og fjölhæfni í stjórnum. Því þótt allir sem hafa lagst yfir púsluspil byrji á að finna hornpúslin væri útkoman heldur hrörleg, eða myndin sem birtist mjög smá, ef öll púslin væru hornpúsl. Sömu sögu má segja af stjórnum fyrirtækja. Séu stjórnarmenn of einsleitir, jafnvel þótt hver og einn þeirra sé mjög hæfur, kann það að draga úr styrk stjórna því styrkur stjórna felst öðru fremur í þeirri heild sem stjórnarmennirnir mynda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Dofri Ólafsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Hvers vegna ætli það sé? Skýringarnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance til stjórna þeirra skráðu félaga þar sem sjóðurinn var hluthafi. Í ljósi þessa mikla áhuga blása útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja til morgunverðarfundar um tilnefningarnefndir á Grand Hótel í fyrramálið. En hvað gera þessar tilnefningarnefndir? Þær eru ekki hluti af árlegri veitingu Óskarsverðlaunanna eins og álykta mætti af nafninu í fyrstu heldur gagnlegt verkfæri hluthafa til að stuðla að góðum stjórnarháttum. Hlutverk tilnefningarnefnda er í sem stystu máli að meta heildstætt og tilnefna einstaklinga sem mynda heildstæðan og fjölhæfan hóp til stjórnarsetu í aðdraganda aðal- eða hluthafafundar. Í áðurnefndri frétt segir meðal annars: „Fram kemur í bréfinu […] að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er athygli á því að 95% af skráðum fyrirtækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum.“ Í störfum sínum skal tilnefningarnefnd vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstaklingar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að rækja hlutverk sitt, eins og segir í nýjustu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins gefa út. Í inngangi leiðbeininganna er þeim sérstaklega beint að „einingum tengdum almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.“ Tilnefningarnefndir komu fyrst fram í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti árið 2009. Þrátt fyrir það voru lengst af einungis tvær tilnefningarnefndir starfandi í skráðum félögum. Sýn, áður Fjarskipti, setti á fót tilnefningarnefnd haustið 2014 og Skeljungur árið 2016.Og stjórnarsætið hlýtur?… Undanfarin misseri hafa tveir fagfjárfestar öðrum fremur kallað eftir tilnefningarnefndum í skráðum félögum: Eaton Vance og Lífeyrissjóðurinn Gildi. Töluvert hefur dregið til tíðinda fyrir áhugafólk um stjórnarhætti fyrirtækja í þessum efnum því í hóp Sýnar og Skeljungs hafa bæst Arion banki, Eik, Festi, Hagar, Origo, Reginn, Reitir, Síminn, Sjóvá, TM og VÍS. Í sumar samþykkti svo hluthafafundur HB Granda að fela stjórn að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félagsins. Af átján félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því fjórtán ýmist með tilnefningarnefnd starfandi, í burðarliðnum eða með í skoðun að koma upp slíkri nefnd. Þessari miklu aukningu á þessum skamma tíma ber að fagna.Bæði verkfæri og markmið Sú staðreynd að bæði innlendir lífeyrissjóðir og erlendur eignastýringasjóður leggja kapp á að íslensk fyrirtæki komi á fót tilnefningarnefndum segir ákveðna sögu. Í áðurnefndri frétt teflir Eaton Vance þannig fram því einfalda sjónarmiði að góðir stjórnarhættir og tilvist tilnefningarnefnda innan fyrirtækja leiði til aukins virðis fyrirtækja til lengri tíma. Sjónarmiðið er því ekki eingöngu að góðir stjórnarhættir séu eftirsóknarverðir sem sjálfstætt markmið heldur leiði góðir stjórnarhættir til aukins virðis fyrir hluthafa, og að einn hornsteina góðra stjórnarhátta sé einmitt tilnefningarnefndir. Þetta ætti að vera hluthöfum hvatning til að í það minnsta skoða gaumgæfilega að koma á fót tilnefningarnefndum í sínum félögum til að tryggja fjölbreytni og fjölhæfni í stjórnum. Því þótt allir sem hafa lagst yfir púsluspil byrji á að finna hornpúslin væri útkoman heldur hrörleg, eða myndin sem birtist mjög smá, ef öll púslin væru hornpúsl. Sömu sögu má segja af stjórnum fyrirtækja. Séu stjórnarmenn of einsleitir, jafnvel þótt hver og einn þeirra sé mjög hæfur, kann það að draga úr styrk stjórna því styrkur stjórna felst öðru fremur í þeirri heild sem stjórnarmennirnir mynda.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun