Einar Örn að kaupa fimm bensínstöðvar af N1 Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2019 06:45 Einar Örn Ólafsson. Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira