Veggjöld og ferðamenn Jóhannes Þór Skúlason skrifar 9. janúar 2019 15:46 Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar