Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2018 19:15 Þrír mannanna sem handteknir voru í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Mynd/Lögregla í Marokkó Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20