Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2018 19:15 Þrír mannanna sem handteknir voru í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Mynd/Lögregla í Marokkó Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20