Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2018 19:15 Þrír mannanna sem handteknir voru í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Mynd/Lögregla í Marokkó Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20