Uppsagnir og sala á rútum hjá Gray Line vegna samdráttar í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. desember 2018 20:15 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland. Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Rétt rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til landsins árið 2011 en á síðasta ári var fjöldinn rúmlega 2,2 milljónir. En velgengni í ferðaþjónustu verður ekki aðeins mæld í fjölda ferðamanna og nokkuð hefur hægt á vexti greinarinnar eftir uppgang síðustu ára. Afkoma rútufyrirtækjanna ber þess merki en Frjáls verslun greindi frá því að fimm stærstu rútufyrirtæki landsins hefðu tapað samtals 319 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningum. Gray Line Iceland er eitt þessara fyrirtækja. Gray Line er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft hátt í áttatíu hópferðabíla fyrir skipulagðar ferðir. Fyrr á þessu ári þurfti Gray Line þó að ráðast í hagræðingaraðgerðir til að mæta minni tekjum. „Allt í allt höfum við fækkað um þrjátíu og tvo starfsmenn frá því sem var áður og af þeim höfum við sagt upp tuttugu og sjö. Við ákváðum skipulega í vor að fækka bílum og höfum fækkað bílum úr 78 bílum niður í 70,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line. Þórir segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu. „Það er klárlega samdráttur því kaupgeta erlendra ferðamanna hefur minnkað síðustu tvö árin í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar. Við sjáum þó merki þess núna að kaupmáttur erlendra ferðamanna sé að aukast og sjáum við fram á bjartari tíma á næsta ári,“ segir Þórir. Íslenska krónan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Rétt rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til landsins árið 2011 en á síðasta ári var fjöldinn rúmlega 2,2 milljónir. En velgengni í ferðaþjónustu verður ekki aðeins mæld í fjölda ferðamanna og nokkuð hefur hægt á vexti greinarinnar eftir uppgang síðustu ára. Afkoma rútufyrirtækjanna ber þess merki en Frjáls verslun greindi frá því að fimm stærstu rútufyrirtæki landsins hefðu tapað samtals 319 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningum. Gray Line Iceland er eitt þessara fyrirtækja. Gray Line er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft hátt í áttatíu hópferðabíla fyrir skipulagðar ferðir. Fyrr á þessu ári þurfti Gray Line þó að ráðast í hagræðingaraðgerðir til að mæta minni tekjum. „Allt í allt höfum við fækkað um þrjátíu og tvo starfsmenn frá því sem var áður og af þeim höfum við sagt upp tuttugu og sjö. Við ákváðum skipulega í vor að fækka bílum og höfum fækkað bílum úr 78 bílum niður í 70,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line. Þórir segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu. „Það er klárlega samdráttur því kaupgeta erlendra ferðamanna hefur minnkað síðustu tvö árin í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar. Við sjáum þó merki þess núna að kaupmáttur erlendra ferðamanna sé að aukast og sjáum við fram á bjartari tíma á næsta ári,“ segir Þórir.
Íslenska krónan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira