Jólagjöfin í ár Hörður Ægisson skrifar 28. desember 2018 08:00 Skjótt skipast veður í lofti. Eftir stöðugar verðhækkanir var heimsmarkaðsverðið á hráolíu komið yfir 80 Bandaríkjadali í lok september og hafði ekki verið hærra í um fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa hækkað um liðlega 30 prósent fyrstu níu mánuði ársins töldu flestir greinendur, sökum þess að útlit væri fyrir skort á framboði, engar olíuverðslækkanir vera í spákortunum heldur stæðu fremur líkur til þess að verðið myndi halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Fyrir íslensku flugfélögin, sem hafa staðið höllum fæti og þurfa að greiða jafnvirði um 60 milljarða króna fyrir þotueldsneyti á þessu ári, voru þetta sérstaklega váleg tíðindi. Sem betur fer gengu spárnar ekki eftir heldur hefur heimsmarkaðsverð á olíu þess í stað hrunið um nærri 40 prósent á aðeins tæplega þremur mánuðum og stendur núna í um 53 dölum fatið. Hvað gerðist? Orsakirnar eru auðvitað margþættar en skyndilegt offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu vestanhafs, ásamt væntingum um minni eftirspurn og hægari vöxt í alþjóðahagkerfinu sökum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína skýra ekki hvað síst þetta mikla verðfall. Þá hefur ákvörðun aðildarríkja OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að draga úr framleiðslu sinni í því skyni að reyna að vinna gegn frekari lækkun á olíuverði ekki skilað tilætluðum árangri. Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum, benti einnig á það í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að mörg ríki hefðu búið sig undir stífar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart stjórnvöldum í Íran með því að bæta hjá sér birgðastöðuna. Þegar á hólminn var komið reyndust aðgerðirnar mun vægari en haldið var í fyrstu – og með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka mjög skarpt. Fáar þjóðir nota jafn mikið af olíu og Íslendingar á hvern íbúa. Sveiflur á olíuverði hafa því gríðarmikil áhrif á allt íslenskt efnahagslíf en olíunotkun Íslendinga hefur stóraukist – um 40 prósent frá 2010 – samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Þar skipta flugsamgöngur mestu máli en olíunotkun flugfélaganna hefur þrefaldast á aðeins sjö árum og í fyrra stóðu þau undir um 38 prósentum af heildarolíunotkun. Mikil verðlækkun á olíu kemur sér því vel fyrir flugfélögin, ekki hvað síst WOW air sem hefur ekki varið eldneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Áætlað er að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á þotueldsneyti hafi það jákvæð áhrif á afkomu Icelandair og WOW air sem nemur um 1.500 til 2.000 milljónum á ársgrundvelli. Það munar um minna á tímum þegar félögin hafa verið að berjast í bökkum. Það eru auðvitað ekki aðeins fyrirtækin sem njóta góðs af lægra olíuverði. Ávinningurinn fyrir heimilin er ekki síðri þar sem verð á ýmsum innfluttum vörum ætti að fara lækkandi og þrýstingur til aukinnar verðbólgu að sama skapi að minnka. Tímasetningin gæti vart verið betri enda er verðbólgan nú að nálgast fjögur prósent – og hefur ekki mælst hærri í fjögur ár – sem stafar ekki síst af miklum olíuverðshækkunum síðustu misseri og veikingu krónunnar. Flestir hafa talið að Seðlabankinn verði í vaxtahækkunarham á nýju ári, meðal annars vegna hækkandi hrávöruverðs, en samkvæmt grunnspá bankans gerir hann ráð fyrir að olíuverð verði í kringum 80 dali á árinu 2019. Haldist verðið hins vegar á svipuðum slóðum og nú mun það auka líkur á að til þess þurfi ekki að koma. Hríðlækkandi olíuverð er því réttnefnd jólagjöfin í ár fyrir íslensku eyðsluklóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Eftir stöðugar verðhækkanir var heimsmarkaðsverðið á hráolíu komið yfir 80 Bandaríkjadali í lok september og hafði ekki verið hærra í um fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa hækkað um liðlega 30 prósent fyrstu níu mánuði ársins töldu flestir greinendur, sökum þess að útlit væri fyrir skort á framboði, engar olíuverðslækkanir vera í spákortunum heldur stæðu fremur líkur til þess að verðið myndi halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Fyrir íslensku flugfélögin, sem hafa staðið höllum fæti og þurfa að greiða jafnvirði um 60 milljarða króna fyrir þotueldsneyti á þessu ári, voru þetta sérstaklega váleg tíðindi. Sem betur fer gengu spárnar ekki eftir heldur hefur heimsmarkaðsverð á olíu þess í stað hrunið um nærri 40 prósent á aðeins tæplega þremur mánuðum og stendur núna í um 53 dölum fatið. Hvað gerðist? Orsakirnar eru auðvitað margþættar en skyndilegt offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu vestanhafs, ásamt væntingum um minni eftirspurn og hægari vöxt í alþjóðahagkerfinu sökum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína skýra ekki hvað síst þetta mikla verðfall. Þá hefur ákvörðun aðildarríkja OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að draga úr framleiðslu sinni í því skyni að reyna að vinna gegn frekari lækkun á olíuverði ekki skilað tilætluðum árangri. Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum, benti einnig á það í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að mörg ríki hefðu búið sig undir stífar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart stjórnvöldum í Íran með því að bæta hjá sér birgðastöðuna. Þegar á hólminn var komið reyndust aðgerðirnar mun vægari en haldið var í fyrstu – og með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka mjög skarpt. Fáar þjóðir nota jafn mikið af olíu og Íslendingar á hvern íbúa. Sveiflur á olíuverði hafa því gríðarmikil áhrif á allt íslenskt efnahagslíf en olíunotkun Íslendinga hefur stóraukist – um 40 prósent frá 2010 – samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Þar skipta flugsamgöngur mestu máli en olíunotkun flugfélaganna hefur þrefaldast á aðeins sjö árum og í fyrra stóðu þau undir um 38 prósentum af heildarolíunotkun. Mikil verðlækkun á olíu kemur sér því vel fyrir flugfélögin, ekki hvað síst WOW air sem hefur ekki varið eldneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Áætlað er að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á þotueldsneyti hafi það jákvæð áhrif á afkomu Icelandair og WOW air sem nemur um 1.500 til 2.000 milljónum á ársgrundvelli. Það munar um minna á tímum þegar félögin hafa verið að berjast í bökkum. Það eru auðvitað ekki aðeins fyrirtækin sem njóta góðs af lægra olíuverði. Ávinningurinn fyrir heimilin er ekki síðri þar sem verð á ýmsum innfluttum vörum ætti að fara lækkandi og þrýstingur til aukinnar verðbólgu að sama skapi að minnka. Tímasetningin gæti vart verið betri enda er verðbólgan nú að nálgast fjögur prósent – og hefur ekki mælst hærri í fjögur ár – sem stafar ekki síst af miklum olíuverðshækkunum síðustu misseri og veikingu krónunnar. Flestir hafa talið að Seðlabankinn verði í vaxtahækkunarham á nýju ári, meðal annars vegna hækkandi hrávöruverðs, en samkvæmt grunnspá bankans gerir hann ráð fyrir að olíuverð verði í kringum 80 dali á árinu 2019. Haldist verðið hins vegar á svipuðum slóðum og nú mun það auka líkur á að til þess þurfi ekki að koma. Hríðlækkandi olíuverð er því réttnefnd jólagjöfin í ár fyrir íslensku eyðsluklóna.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun