Fimm ár frá hræðilegu skíðaslysi Michael Schumacher Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. desember 2018 17:30 Schumacher er sigursælasti formúlukappi sögunnar vísir/getty Í dag eru fimm ár frá skíðaslysinu hræðilega sem formúlukappinn Michael Schumacher lenti í og slasaðist alvarlega. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði og lengi var óttast um líf hans. Fjölskylda Schumacher hefur lítið gefið út hvernig líðan ökuþórsins er, en hann er í stöðugri endurhæfingu á heimili sínu í Sviss. Schumacher er af mörgum talinn einhver besti formúlukappi sögunnar, ef ekki besti ökuþór sögunnar. Þjóðverjinn er eini maðurinn í sögunni til þess að vinna sjö heimsmeistaratitla í Formúlu 1 en fimm af þeim titlum vann hann í röð. Þá er Schumacher einnig á toppnum yfir flesta formúlusigra, eða 91, flesta hröðustu hringi, eða 77 og flesta sigra á einu tímabili, eða 13. Á heimasíðu Formúlu 1 er Schumacher sagður vera tölfræðilega besti ökumaður í sögu íþróttarinnar. Schumacher verður fimmtugur núna 3. janúar, en hann ók lengst af með Ferrari á ferli sínum. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Í dag eru fimm ár frá skíðaslysinu hræðilega sem formúlukappinn Michael Schumacher lenti í og slasaðist alvarlega. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði og lengi var óttast um líf hans. Fjölskylda Schumacher hefur lítið gefið út hvernig líðan ökuþórsins er, en hann er í stöðugri endurhæfingu á heimili sínu í Sviss. Schumacher er af mörgum talinn einhver besti formúlukappi sögunnar, ef ekki besti ökuþór sögunnar. Þjóðverjinn er eini maðurinn í sögunni til þess að vinna sjö heimsmeistaratitla í Formúlu 1 en fimm af þeim titlum vann hann í röð. Þá er Schumacher einnig á toppnum yfir flesta formúlusigra, eða 91, flesta hröðustu hringi, eða 77 og flesta sigra á einu tímabili, eða 13. Á heimasíðu Formúlu 1 er Schumacher sagður vera tölfræðilega besti ökumaður í sögu íþróttarinnar. Schumacher verður fimmtugur núna 3. janúar, en hann ók lengst af með Ferrari á ferli sínum.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira