Streita og kulnun Teitur Guðmundsson skrifar 13. desember 2018 07:00 Umræðan um streitu er ekki ný af nálinni, við höfum vitað um nokkuð langt skeið að hún hefur ýmis áhrif á heilsu okkar og ekki síst ef hún verður of mikil. Mikilvægt er að muna að hófleg streita er okkur í raun nauðsynleg. Þannig höfum við drifkraft til að ganga í verkefni og klára þau, til dæmis við verkefnaskil, próf eða jafnvel við líkamlega áreynslu líkt og í keppnisíþróttum. Þeir sem þekkja til vita að ekki er hægt að mæla hana beinlínis líkt og við getum mælt gildi nýrnastarfssemi eða viðlíka þátta í líkamanum. Það eru til ýmis konar spurningalistar og svo auðvitað í viðtali, skoðun og mati einstaklings koma í ljós atriði sem leiða til þess að fólk greinist með allt að því sjúklega streitu og jafnvel kulnun. Það er mjög erfitt að skilgreina út frá sjálfum sér hvaða álag er öðrum hóflegt, líklega er það stærsti einstaki þátturinn í því að það upplifun verður ekki svo auðveldlega yfirfærð á aðra. Hver kannast ekki við það að vinnufélagi, liðsfélagi, yfirmaður eða jafnvel foreldri skilji ekki að þessar eða hinar aðstæðurnar valdi spennu hjá öðrum, álagi og auðvitað streitu. Þetta er einstaklingsbundið mál og því verður öll nálgun eðlilega aðeins óljósari en þegar við meðhöndlum til dæmis streptokokka í hálsi. Annað hvort ertu með þá eða ekki og við getum með nokkuð einföldum hætti greint þarna á milli með rannsókn sem annað hvort staðfestir eða hrekur greininguna.Hvernig lýsir streitan sér ? Hún getur birst á ótal vegu og í tengslum við fjölmarga þætti. Streitan er í sjálfu sér eðlilegt fyrirbæri sem lagast þegar einstaklingurinn nær að hvílast og sortera það áreiti sem hann er að upplifa að valdi streitunni hjá honum hverju sinni. Samverandi þættir í vinnu, persónulegir og félagslegir, samkeppni, aukin harka í samskiptum og hraði samfélagsins hafa áhrif á streitu og þá þann möguleika að þróa sjúklega streitu. Kulnun eða örmögnun er í raun framhald af langvarandi streituástandi sem ekki fæst lausn á og getur valdið alvarlegum og jafnvel langvarandi veikindum. Læknar og fagfólk í heilbrigðisþjónustu sjá töluvert af fólki sem er komið á þennan stað en mörkin á milli þessara þátta geta verið óljós. Í umræðunni undanfarið hefur átt sér stað vakning og er streita ofarlega í huga margra. Mikill umræða hefur átt sér stað einnig um mótstöðuafl einstaklinga og það hversu reiðubúnir þeir eru að takast á við álagstíma sem koma alltaf í lífinu. Það er kynslóðamunur og einnig ákveðin við skulum segja lenska að þykja það lítt merkilegt að vera í þessu ástandi, sérlega hjá þeim sem upplifa slíkt síður eða eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Því þarf að breyta. Hvað er til ráða ? Það er augljóslega mjög einstaklingsbundið hvað veldur streitu hjá hverjum og einum. Líklega eru fræðsla og upplýsingagjöf til almennings besta leiðin. Þá að hver og einn líti í eigin barm og velti fyrir sér hvort lífið og tilveran með öllu því sem fylgir sé mögulega að valda ástandi sem manni líður ekki vel með. Þá er gott að velta því fyrir sér hvaða þættir sérstaklega geti verið verri en aðrir, samanber samskipti, vinnu, maka, börn, fjárhag og þannig mætti lengi telja. Sækja sér aðstoð ef viðkomandi er ekki viss hvar á að leita skýringa á breyttri líðan. Reyna að átta sig á því hverju er hægt að breyta og beina athyglinni að því að laga eitt í einu. Muna að hvíla sig og leyfa sér það, þeir sem eru komnir það langt að verða veikir þurfa annars konar inngrip. Þá þurfum við öll að muna að upplifun og líðan er persónulegt mál og að við erum mismunandi og að álagsþol okkar einnig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Umræðan um streitu er ekki ný af nálinni, við höfum vitað um nokkuð langt skeið að hún hefur ýmis áhrif á heilsu okkar og ekki síst ef hún verður of mikil. Mikilvægt er að muna að hófleg streita er okkur í raun nauðsynleg. Þannig höfum við drifkraft til að ganga í verkefni og klára þau, til dæmis við verkefnaskil, próf eða jafnvel við líkamlega áreynslu líkt og í keppnisíþróttum. Þeir sem þekkja til vita að ekki er hægt að mæla hana beinlínis líkt og við getum mælt gildi nýrnastarfssemi eða viðlíka þátta í líkamanum. Það eru til ýmis konar spurningalistar og svo auðvitað í viðtali, skoðun og mati einstaklings koma í ljós atriði sem leiða til þess að fólk greinist með allt að því sjúklega streitu og jafnvel kulnun. Það er mjög erfitt að skilgreina út frá sjálfum sér hvaða álag er öðrum hóflegt, líklega er það stærsti einstaki þátturinn í því að það upplifun verður ekki svo auðveldlega yfirfærð á aðra. Hver kannast ekki við það að vinnufélagi, liðsfélagi, yfirmaður eða jafnvel foreldri skilji ekki að þessar eða hinar aðstæðurnar valdi spennu hjá öðrum, álagi og auðvitað streitu. Þetta er einstaklingsbundið mál og því verður öll nálgun eðlilega aðeins óljósari en þegar við meðhöndlum til dæmis streptokokka í hálsi. Annað hvort ertu með þá eða ekki og við getum með nokkuð einföldum hætti greint þarna á milli með rannsókn sem annað hvort staðfestir eða hrekur greininguna.Hvernig lýsir streitan sér ? Hún getur birst á ótal vegu og í tengslum við fjölmarga þætti. Streitan er í sjálfu sér eðlilegt fyrirbæri sem lagast þegar einstaklingurinn nær að hvílast og sortera það áreiti sem hann er að upplifa að valdi streitunni hjá honum hverju sinni. Samverandi þættir í vinnu, persónulegir og félagslegir, samkeppni, aukin harka í samskiptum og hraði samfélagsins hafa áhrif á streitu og þá þann möguleika að þróa sjúklega streitu. Kulnun eða örmögnun er í raun framhald af langvarandi streituástandi sem ekki fæst lausn á og getur valdið alvarlegum og jafnvel langvarandi veikindum. Læknar og fagfólk í heilbrigðisþjónustu sjá töluvert af fólki sem er komið á þennan stað en mörkin á milli þessara þátta geta verið óljós. Í umræðunni undanfarið hefur átt sér stað vakning og er streita ofarlega í huga margra. Mikill umræða hefur átt sér stað einnig um mótstöðuafl einstaklinga og það hversu reiðubúnir þeir eru að takast á við álagstíma sem koma alltaf í lífinu. Það er kynslóðamunur og einnig ákveðin við skulum segja lenska að þykja það lítt merkilegt að vera í þessu ástandi, sérlega hjá þeim sem upplifa slíkt síður eða eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Því þarf að breyta. Hvað er til ráða ? Það er augljóslega mjög einstaklingsbundið hvað veldur streitu hjá hverjum og einum. Líklega eru fræðsla og upplýsingagjöf til almennings besta leiðin. Þá að hver og einn líti í eigin barm og velti fyrir sér hvort lífið og tilveran með öllu því sem fylgir sé mögulega að valda ástandi sem manni líður ekki vel með. Þá er gott að velta því fyrir sér hvaða þættir sérstaklega geti verið verri en aðrir, samanber samskipti, vinnu, maka, börn, fjárhag og þannig mætti lengi telja. Sækja sér aðstoð ef viðkomandi er ekki viss hvar á að leita skýringa á breyttri líðan. Reyna að átta sig á því hverju er hægt að breyta og beina athyglinni að því að laga eitt í einu. Muna að hvíla sig og leyfa sér það, þeir sem eru komnir það langt að verða veikir þurfa annars konar inngrip. Þá þurfum við öll að muna að upplifun og líðan er persónulegt mál og að við erum mismunandi og að álagsþol okkar einnig.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar