Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 10:10 Þrátt fyrir ungan aldur hefur Greta Thunberg látið verulega að sér kveða í umræðunni um loftslagsmál. Vísir/EPA Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now! Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now!
Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52
„Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00