Ósannindi Samfylkingarinnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 12:20 Undanfarna daga hafa þingmenn Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðum á þingi um barnabætur. Þannig hafa bæði Logi Einarsson, formaður flokksins, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður, fullyrt að fólk undir miðgildislaunum fái ekki barnabætur. Þetta er nokkuð sérkennilegur málflutningur og manni gæti hætt til að álykta sem svo að þau hefðu mismælt sig og átt við fólk yfir miðgildislaunum. Sú fullyrðing hefði reyndar verið jafn röng, en tilgátan um mismælin er varla sönn, þar sem bæði Oddný og Logi notuðu sama orðalagið með viku millibili. Þannig sagði Logi 7. desember: „Meirihlutinn leggur nú til að á árinu 2019 fái fólk undir miðgildislaunum engar barnabætur…“ og Oddný tók undir í gær þegar hún sagði: „..en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur…“. Ekki þarf að rýna lengi í málið til að sjá að hér fara formaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar með ósannindi. Það er einfaldlega rangt að fólk undir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Það er líka rangt að fólk yfir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Tökum dæmi: Einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri og 900.000 kr. í tekjur á mánuði fær 280.000 kr. í barnabætur á næsta ári. Miðgildislaun samkvæmt Hagstofunni árið 2017 voru 618.000 kr. á mánuði. Staðreyndin er sú að á árinu 2019 hækka framlög til barnabóta um 1,7 milljarð króna, sem jafngildir 16% hækkun. Breytingarnar þýða að um 2200 manns fá þá barnabætur sem ekki fengu barnabætur á þessu ári og mest er hækkun barnabóta til lágtekjuhópa. Með þessum breytingum er verið að snúna vörn í sókn í barnabótakerfinu, nokkuð sem allir jafnaðarmenn ættu að fagna. Það er eðlilegt að takast á um stefnur og hugmyndir inni á þingi. Það er hins vegar lágmarkskrafa að háttvirtir þingmenn fari ekki með ósannindi í umræðum á þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa þingmenn Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðum á þingi um barnabætur. Þannig hafa bæði Logi Einarsson, formaður flokksins, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður, fullyrt að fólk undir miðgildislaunum fái ekki barnabætur. Þetta er nokkuð sérkennilegur málflutningur og manni gæti hætt til að álykta sem svo að þau hefðu mismælt sig og átt við fólk yfir miðgildislaunum. Sú fullyrðing hefði reyndar verið jafn röng, en tilgátan um mismælin er varla sönn, þar sem bæði Oddný og Logi notuðu sama orðalagið með viku millibili. Þannig sagði Logi 7. desember: „Meirihlutinn leggur nú til að á árinu 2019 fái fólk undir miðgildislaunum engar barnabætur…“ og Oddný tók undir í gær þegar hún sagði: „..en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur…“. Ekki þarf að rýna lengi í málið til að sjá að hér fara formaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar með ósannindi. Það er einfaldlega rangt að fólk undir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Það er líka rangt að fólk yfir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Tökum dæmi: Einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri og 900.000 kr. í tekjur á mánuði fær 280.000 kr. í barnabætur á næsta ári. Miðgildislaun samkvæmt Hagstofunni árið 2017 voru 618.000 kr. á mánuði. Staðreyndin er sú að á árinu 2019 hækka framlög til barnabóta um 1,7 milljarð króna, sem jafngildir 16% hækkun. Breytingarnar þýða að um 2200 manns fá þá barnabætur sem ekki fengu barnabætur á þessu ári og mest er hækkun barnabóta til lágtekjuhópa. Með þessum breytingum er verið að snúna vörn í sókn í barnabótakerfinu, nokkuð sem allir jafnaðarmenn ættu að fagna. Það er eðlilegt að takast á um stefnur og hugmyndir inni á þingi. Það er hins vegar lágmarkskrafa að háttvirtir þingmenn fari ekki með ósannindi í umræðum á þingi.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar