Ósannindi Samfylkingarinnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 12:20 Undanfarna daga hafa þingmenn Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðum á þingi um barnabætur. Þannig hafa bæði Logi Einarsson, formaður flokksins, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður, fullyrt að fólk undir miðgildislaunum fái ekki barnabætur. Þetta er nokkuð sérkennilegur málflutningur og manni gæti hætt til að álykta sem svo að þau hefðu mismælt sig og átt við fólk yfir miðgildislaunum. Sú fullyrðing hefði reyndar verið jafn röng, en tilgátan um mismælin er varla sönn, þar sem bæði Oddný og Logi notuðu sama orðalagið með viku millibili. Þannig sagði Logi 7. desember: „Meirihlutinn leggur nú til að á árinu 2019 fái fólk undir miðgildislaunum engar barnabætur…“ og Oddný tók undir í gær þegar hún sagði: „..en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur…“. Ekki þarf að rýna lengi í málið til að sjá að hér fara formaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar með ósannindi. Það er einfaldlega rangt að fólk undir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Það er líka rangt að fólk yfir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Tökum dæmi: Einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri og 900.000 kr. í tekjur á mánuði fær 280.000 kr. í barnabætur á næsta ári. Miðgildislaun samkvæmt Hagstofunni árið 2017 voru 618.000 kr. á mánuði. Staðreyndin er sú að á árinu 2019 hækka framlög til barnabóta um 1,7 milljarð króna, sem jafngildir 16% hækkun. Breytingarnar þýða að um 2200 manns fá þá barnabætur sem ekki fengu barnabætur á þessu ári og mest er hækkun barnabóta til lágtekjuhópa. Með þessum breytingum er verið að snúna vörn í sókn í barnabótakerfinu, nokkuð sem allir jafnaðarmenn ættu að fagna. Það er eðlilegt að takast á um stefnur og hugmyndir inni á þingi. Það er hins vegar lágmarkskrafa að háttvirtir þingmenn fari ekki með ósannindi í umræðum á þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa þingmenn Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðum á þingi um barnabætur. Þannig hafa bæði Logi Einarsson, formaður flokksins, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður, fullyrt að fólk undir miðgildislaunum fái ekki barnabætur. Þetta er nokkuð sérkennilegur málflutningur og manni gæti hætt til að álykta sem svo að þau hefðu mismælt sig og átt við fólk yfir miðgildislaunum. Sú fullyrðing hefði reyndar verið jafn röng, en tilgátan um mismælin er varla sönn, þar sem bæði Oddný og Logi notuðu sama orðalagið með viku millibili. Þannig sagði Logi 7. desember: „Meirihlutinn leggur nú til að á árinu 2019 fái fólk undir miðgildislaunum engar barnabætur…“ og Oddný tók undir í gær þegar hún sagði: „..en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur…“. Ekki þarf að rýna lengi í málið til að sjá að hér fara formaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar með ósannindi. Það er einfaldlega rangt að fólk undir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Það er líka rangt að fólk yfir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Tökum dæmi: Einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri og 900.000 kr. í tekjur á mánuði fær 280.000 kr. í barnabætur á næsta ári. Miðgildislaun samkvæmt Hagstofunni árið 2017 voru 618.000 kr. á mánuði. Staðreyndin er sú að á árinu 2019 hækka framlög til barnabóta um 1,7 milljarð króna, sem jafngildir 16% hækkun. Breytingarnar þýða að um 2200 manns fá þá barnabætur sem ekki fengu barnabætur á þessu ári og mest er hækkun barnabóta til lágtekjuhópa. Með þessum breytingum er verið að snúna vörn í sókn í barnabótakerfinu, nokkuð sem allir jafnaðarmenn ættu að fagna. Það er eðlilegt að takast á um stefnur og hugmyndir inni á þingi. Það er hins vegar lágmarkskrafa að háttvirtir þingmenn fari ekki með ósannindi í umræðum á þingi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar