Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 13:32 Ekkert varð af kaupum Icelandair á WOW air í nóvember síðastliðnum en segja má að óvissa hafi ríkt um framtíð WOW allt frá því í ágúst. VÍSIR/VILHELM Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. WOW air tilkynnti í vikunni að félagið ætlaði að hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað 2016 og fækka flugvélum úr tuttugu í ellefu. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir líklegt að önnur flugfélög nýti tækifærið og auki hjá sér. „Það eru ýmis merki um það að þó að WOW muni draga saman eitthvað og fara niður í það sem þau voru 2016 þá muni ýmsir aðrir auka vi sig. Það liggur fyrir að Icelandair muni auka við sig. Það er ekki ástæða til að, í mínum huga, að gera ráð fyrir samdrætti,“ segir Skarphéðinn. Bogi Nils Bogason var áður starfandi forstjóri Icelandair Group.Stöð 2Núverandi starfsmenn þoli vöxt Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að hægt sé að auka vöxt félagsins um allt að fjórðung. „Eins og við sögðum á hluthafafundi í byrjun mánaðarins þá erum við að horfa á grunnvöxt á næsta ári upp á svona níu prósent. En myndum hugsanlega breyta því ef aðstæður myndu breytast í umhverfinu og nú erum við að sjá þær breytast. Með núverandi flota og núverandi starfsemi getum við aukið vöxtinn enn frekar um fjórtán prósent í viðbót,“ segir Bogi. „Við erum ekki búin að taka neinar ákvarðanir. Við erum bara að greina stöðuna og hvar tækifærin liggja og munu taka ákvarðanir mjög fljótlega hvað þetta varðar. Við höfum sannarlega tækifæri til að vaxa frekar með núverandi flugflota og núverandi innviðum.“ Hann leggur áherslu á að núverandi starfsemi þoli slíkan vöxt og þetta þýði því ekki endilega fjölgun starfsfólks. Þegar við vöxum erum við alltaf að bæta við en það verður engin gríðarleg fjölgun hér. Við höfum sivgrúm til að vaxa með núverandi innviðum, starfsfólki og þess háttar. WOW air hefur þegar tilkynnt að hætt verði að fljúga til Nýju Dehli og Los Angeles. Bogi segir að Icelandair stefni á flug til Indlands haustið 2019. Eins með Los Angeles. Við erum að fljúga til San Francisco og höfum ekki ákveðið hvort við bætum í þar heldur en það eru sannarlega tækifæri til staðar og við höfum allt til að vaxa frekar og grípa þessi tækifæri ef við teljum þau vera arðbær. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14. desember 2018 20:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. WOW air tilkynnti í vikunni að félagið ætlaði að hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað 2016 og fækka flugvélum úr tuttugu í ellefu. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir líklegt að önnur flugfélög nýti tækifærið og auki hjá sér. „Það eru ýmis merki um það að þó að WOW muni draga saman eitthvað og fara niður í það sem þau voru 2016 þá muni ýmsir aðrir auka vi sig. Það liggur fyrir að Icelandair muni auka við sig. Það er ekki ástæða til að, í mínum huga, að gera ráð fyrir samdrætti,“ segir Skarphéðinn. Bogi Nils Bogason var áður starfandi forstjóri Icelandair Group.Stöð 2Núverandi starfsmenn þoli vöxt Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að hægt sé að auka vöxt félagsins um allt að fjórðung. „Eins og við sögðum á hluthafafundi í byrjun mánaðarins þá erum við að horfa á grunnvöxt á næsta ári upp á svona níu prósent. En myndum hugsanlega breyta því ef aðstæður myndu breytast í umhverfinu og nú erum við að sjá þær breytast. Með núverandi flota og núverandi starfsemi getum við aukið vöxtinn enn frekar um fjórtán prósent í viðbót,“ segir Bogi. „Við erum ekki búin að taka neinar ákvarðanir. Við erum bara að greina stöðuna og hvar tækifærin liggja og munu taka ákvarðanir mjög fljótlega hvað þetta varðar. Við höfum sannarlega tækifæri til að vaxa frekar með núverandi flugflota og núverandi innviðum.“ Hann leggur áherslu á að núverandi starfsemi þoli slíkan vöxt og þetta þýði því ekki endilega fjölgun starfsfólks. Þegar við vöxum erum við alltaf að bæta við en það verður engin gríðarleg fjölgun hér. Við höfum sivgrúm til að vaxa með núverandi innviðum, starfsfólki og þess háttar. WOW air hefur þegar tilkynnt að hætt verði að fljúga til Nýju Dehli og Los Angeles. Bogi segir að Icelandair stefni á flug til Indlands haustið 2019. Eins með Los Angeles. Við erum að fljúga til San Francisco og höfum ekki ákveðið hvort við bætum í þar heldur en það eru sannarlega tækifæri til staðar og við höfum allt til að vaxa frekar og grípa þessi tækifæri ef við teljum þau vera arðbær.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14. desember 2018 20:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14. desember 2018 20:30
Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00