Á forsendum barnsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki börnin okkar fyrirfram í tiltekin box eða farveg án þess að við eða börnin sjálf höfum nokkuð um það að segja. Foreldrar frekar en kerfið eru betur í stakk búnir til að velja hvað er barninu fyrir bestu og þegar foreldrar standa frammi fyrir því að börn þeirra geta verið alls konar er brýnna en ella að tryggja að valfrelsi sé til staðar.Sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót Viðreisn hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að styðja eigi við fjölbreytt rekstrarform menntastofnana, sem lykilleið til að fjölga valkostum í námi. Þar eru sjálfstæðir skólar kærkomin viðbót við menntaflóruna. Hlutfall sjálfstætt starfandi skóla er afar lágt á Íslandi, eða um 2% allra starfandi skóla. Til samanburðar eru þeir um 15% í Svíþjóð og 12% í Danmörku. Að okkar mati er mikilvægt að sveitarfélög geti boðið upp á umhverfi, með fjölbreytnina í fyrirrúmi, þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið opinberra; hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Í því felst engin ógnun, miklu heldur tækifæri til að styðja börn með ólíka hæfileika og ólíkar þarfir. Þar fyrir utan skapa sjálfstætt starfandi grunnskólar ný tækifæri fyrir kennarastéttina. Fjölbreytileikinn ýtir undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum. Til þess að tryggja þetta dýrmæta valfrelsi og styrkja jöfn tækifæri innan menntakerfisins hefur þingflokkur Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum lagt fram nýtt frumvarp sem breytir lögum um grunnskóla á þann hátt að létt verði undir greiðslubyrði á foreldrum. Þannig verði stuðlað að því að val þeirra á skólum grundvallist af faglegum forsendum en ekki efnahag. Að hagur barnsins verði í fyrirrúmi.Að hafa val út frá barninu sjálfu Ákveðinnar tortryggni gætti meðal vissra afla þegar fyrsta skrefið til að tryggja rekstraröryggi sjálfstætt starfandi skóla var tekið með lögunum árið 2007. Reynslan á þessum ríflega 10 árum hefur þó sýnt að við höfum styrkt innviði skólakerfis okkar til muna – og að það er rétt að halda því áfram. Þess vegna leggjum við til hófleg skref til hækkunar á því lágmarksframlagi sem sveitarfélögum ber að greiða með börnum í sjálfstætt starfandi skólum. Er það annars vegar gert til að lágmarka þann kostnað sem fellur á foreldra og hins vegar til að val foreldra miðist frekar við hvaða úrræði henti þörfum barna þeirra hverju sinni. Óháð efnahag og óháð rekstrarformi. Við viljum öll tryggja jöfn tækifæri og öflugt menntakerfi fyrir alla. Það gerum við best með því að ýta undir þá valkosti sem geta laðað það besta fram í hverju og einu skólabarni og leyft því að þroskast á eigin forsendum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar