Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira