Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira