Rússneskur uppljóstrari talinn hafa látist af náttúrulegum orsökum Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 16:34 Perepilitsjní hafði leitað hælis í Bretlandi eftir að hafa aðstoðað saksóknara í umfangsmiklu skattsvikamáli. Vísir/EPA Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira