Fótbolti

VAR notað í Meistaradeildinni eftir áramót

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
VAR þetta mark?
VAR þetta mark? vísir/getty
Myndbandsdómgæslutæknin VAR verður notuð í Meistaradeild Evrópu frá og með 16-liða úrslitunum á núverandi tímabili sem hefjast í febrúar.

UEFA staðfesti þetta í hádeginu í dag.

Prófanir hafa farið fram á kerfinu síðustu mánuði og dómarar þjálfaðir í notkun þess.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, var áður mótfallinn notkun VAR en sagði tæknina vera tilbúna til notkunnar fyrr en áætlað er og að „við erum sannfærð um að hún muni gagnast í okkar keppnum og hjálpa dómurunum að koma í veg fyrir rangar ákvarðanir.“

Þá verður VAR notað í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, úrslitum Þjóðadeildarinnar í júní og í lokakeppni EM U21 sem fer fram næsta sumar.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×