Kostnaðaráætlanir Vegagerðarinnar standast nokkuð vel Bergþóra Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um framúrkeyrslu kostnaðar í opinberum framkvæmdum. Eðli málsins samkvæmt kemur það illa við bæði stjórnvöld og almenning þegar fyrirsjáanleiki virðist ekki vera til staðar við kostnaðaráætlanir stórra og fjárfrekra framkvæmda. Vegagerðin sér um framkvæmdir á þjóðvegakerfi landsins fyrir milljarðatugi ár hvert og hefur gert um áratuga skeið. Auk þess sinnir siglingasviðið verkefnum er snúa að höfnum og vitum landsins. Miklu máli skiptir því hvernig til tekst bæði hvað varðar gæði framkvæmdanna en ekki síður varðandi þá hlið sem snýr að nýtingu fjármagns. Við skoðun á vegagerðarverkefnum sem eru stærri en 500 m.kr. síðustu 10 ár kemur í ljós að heildarkostnaður verka í venjulegri vegagerð víkur að meðaltali um 7% frá þeirri kostnaðaráætlun sem notuð var við útboð verkanna þegar allar tölur eru reiknaðar upp til sama verðlags. Í tilviki jarðganga er frávikið heldur hærra eða tæp 9%. Raunkostnaður í einstökum verkum getur verið allt frá 70% til 145% af kostnaðaráætlun. Á tímabilinu reyndust 7 verk undir áætlun og 16 verk yfir áætlun og flest verkin voru innan við 10% yfir áætlun. Sjá má nánar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegagerðin leggur mikið upp úr vönduðum og raunhæfum kostnaðaráætlunum og lítur á þær sem mikilvægt tæki við mat á verkefnum og forgangsröðun þeirra. Vandaðar áætlanir byggja á öguðum vinnubrögðum starfsmanna og verktaka sem að verkunum koma. Áætlanir eru gjarnan unnar í nokkrum skrefum eftir því hvar verkhugmyndir eru staddar og hversu miklu menn vilja kosta til. Áður en verk eru boðin út liggur síðan fyrir lokaúrvinnsla áætlanagerðar, svokölluð verkhönnun þar sem búið er að taka tillit til sem flestra þátta sem máli skipta við framkvæmd verksins.Óvissan snýr oft að jarðfræðinni Óvissan sem tekist er á við í vega- og gangagerð snýr mjög oft að jarðfræðinni og öryggi þeirra upplýsinga sem hægt er að afla um áhrif þeirra þátta á verkferilinn. Við vegagerð snýr þetta gjarnan að gæðum, magni og aðgengi að jarðefnum sem nauðsynleg eru til vegagerðarinnar. Jarðefnin geta reynst óhentug og ónóg. Við gangagerð er áhættan alltaf mikil en þrátt fyrir miklar prófanir í aðdraganda slíkra framkvæmda er aldrei hægt að sjá fyrir með óyggjandi hætti hvað kemur í ljós þegar komið er inn í iður fjalla. Berglög geta reynst misjafnlega föst í sér og heilu vatnsæðarnar geta opnast sem ekki reyndist mögulegt að kortleggja í prufuborunum. Almenn staða á markaði hefur vissulega einnig áhrif á það hvernig tilboð berast við útboðum s.s. samkeppni milli verktaka, framboð verkefna og almennt efnahagsástand og stöðugleiki eða óvissa á þeim vettvangi. Eins og að framan greinir eru vönduð verk og kostnaðaráætlun forsenda vandaðra vinnubragða við framkvæmd stórra verka, þó ber að hafa í huga að eftir sem áður er áætlun eftir orðanna hljóðan áætlun en ekki niðurstaða verks. Áætlunin þarf því að vera raunhæf en um leið krefjandi þannig að umsjónaraðilar sjái sig knúna til þess að leita hagkvæmari leiða og efla skilvirkni. Þess ber einnig að geta að aðstæður geta breyst á framkvæmdatímanum. Sem dæmi má nefna gerð Norðfjarðarganga. Á verktímanum varð ljóst að reglur varðandi öryggi ganga væru að taka breytingum. Þess vegna var ráðist í viðbætur við verkið með gerð nýrra neyðarrýma en mun kostnaðarsamara hefði verið að ráðast í gerð þeirra eftir að verkinu var lokið. Vegagerðin telur sig geta vel við unað þótt alltaf megi gera betur. Við munum áfram reyna að gera sem raunhæfastar kostnaðaráætlanir og leggja okkur fram um að standast þær.Höfundur er forstjóri Vegagerðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um framúrkeyrslu kostnaðar í opinberum framkvæmdum. Eðli málsins samkvæmt kemur það illa við bæði stjórnvöld og almenning þegar fyrirsjáanleiki virðist ekki vera til staðar við kostnaðaráætlanir stórra og fjárfrekra framkvæmda. Vegagerðin sér um framkvæmdir á þjóðvegakerfi landsins fyrir milljarðatugi ár hvert og hefur gert um áratuga skeið. Auk þess sinnir siglingasviðið verkefnum er snúa að höfnum og vitum landsins. Miklu máli skiptir því hvernig til tekst bæði hvað varðar gæði framkvæmdanna en ekki síður varðandi þá hlið sem snýr að nýtingu fjármagns. Við skoðun á vegagerðarverkefnum sem eru stærri en 500 m.kr. síðustu 10 ár kemur í ljós að heildarkostnaður verka í venjulegri vegagerð víkur að meðaltali um 7% frá þeirri kostnaðaráætlun sem notuð var við útboð verkanna þegar allar tölur eru reiknaðar upp til sama verðlags. Í tilviki jarðganga er frávikið heldur hærra eða tæp 9%. Raunkostnaður í einstökum verkum getur verið allt frá 70% til 145% af kostnaðaráætlun. Á tímabilinu reyndust 7 verk undir áætlun og 16 verk yfir áætlun og flest verkin voru innan við 10% yfir áætlun. Sjá má nánar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegagerðin leggur mikið upp úr vönduðum og raunhæfum kostnaðaráætlunum og lítur á þær sem mikilvægt tæki við mat á verkefnum og forgangsröðun þeirra. Vandaðar áætlanir byggja á öguðum vinnubrögðum starfsmanna og verktaka sem að verkunum koma. Áætlanir eru gjarnan unnar í nokkrum skrefum eftir því hvar verkhugmyndir eru staddar og hversu miklu menn vilja kosta til. Áður en verk eru boðin út liggur síðan fyrir lokaúrvinnsla áætlanagerðar, svokölluð verkhönnun þar sem búið er að taka tillit til sem flestra þátta sem máli skipta við framkvæmd verksins.Óvissan snýr oft að jarðfræðinni Óvissan sem tekist er á við í vega- og gangagerð snýr mjög oft að jarðfræðinni og öryggi þeirra upplýsinga sem hægt er að afla um áhrif þeirra þátta á verkferilinn. Við vegagerð snýr þetta gjarnan að gæðum, magni og aðgengi að jarðefnum sem nauðsynleg eru til vegagerðarinnar. Jarðefnin geta reynst óhentug og ónóg. Við gangagerð er áhættan alltaf mikil en þrátt fyrir miklar prófanir í aðdraganda slíkra framkvæmda er aldrei hægt að sjá fyrir með óyggjandi hætti hvað kemur í ljós þegar komið er inn í iður fjalla. Berglög geta reynst misjafnlega föst í sér og heilu vatnsæðarnar geta opnast sem ekki reyndist mögulegt að kortleggja í prufuborunum. Almenn staða á markaði hefur vissulega einnig áhrif á það hvernig tilboð berast við útboðum s.s. samkeppni milli verktaka, framboð verkefna og almennt efnahagsástand og stöðugleiki eða óvissa á þeim vettvangi. Eins og að framan greinir eru vönduð verk og kostnaðaráætlun forsenda vandaðra vinnubragða við framkvæmd stórra verka, þó ber að hafa í huga að eftir sem áður er áætlun eftir orðanna hljóðan áætlun en ekki niðurstaða verks. Áætlunin þarf því að vera raunhæf en um leið krefjandi þannig að umsjónaraðilar sjái sig knúna til þess að leita hagkvæmari leiða og efla skilvirkni. Þess ber einnig að geta að aðstæður geta breyst á framkvæmdatímanum. Sem dæmi má nefna gerð Norðfjarðarganga. Á verktímanum varð ljóst að reglur varðandi öryggi ganga væru að taka breytingum. Þess vegna var ráðist í viðbætur við verkið með gerð nýrra neyðarrýma en mun kostnaðarsamara hefði verið að ráðast í gerð þeirra eftir að verkinu var lokið. Vegagerðin telur sig geta vel við unað þótt alltaf megi gera betur. Við munum áfram reyna að gera sem raunhæfastar kostnaðaráætlanir og leggja okkur fram um að standast þær.Höfundur er forstjóri Vegagerðarinnar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun