Kostnaðaráætlanir Vegagerðarinnar standast nokkuð vel Bergþóra Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um framúrkeyrslu kostnaðar í opinberum framkvæmdum. Eðli málsins samkvæmt kemur það illa við bæði stjórnvöld og almenning þegar fyrirsjáanleiki virðist ekki vera til staðar við kostnaðaráætlanir stórra og fjárfrekra framkvæmda. Vegagerðin sér um framkvæmdir á þjóðvegakerfi landsins fyrir milljarðatugi ár hvert og hefur gert um áratuga skeið. Auk þess sinnir siglingasviðið verkefnum er snúa að höfnum og vitum landsins. Miklu máli skiptir því hvernig til tekst bæði hvað varðar gæði framkvæmdanna en ekki síður varðandi þá hlið sem snýr að nýtingu fjármagns. Við skoðun á vegagerðarverkefnum sem eru stærri en 500 m.kr. síðustu 10 ár kemur í ljós að heildarkostnaður verka í venjulegri vegagerð víkur að meðaltali um 7% frá þeirri kostnaðaráætlun sem notuð var við útboð verkanna þegar allar tölur eru reiknaðar upp til sama verðlags. Í tilviki jarðganga er frávikið heldur hærra eða tæp 9%. Raunkostnaður í einstökum verkum getur verið allt frá 70% til 145% af kostnaðaráætlun. Á tímabilinu reyndust 7 verk undir áætlun og 16 verk yfir áætlun og flest verkin voru innan við 10% yfir áætlun. Sjá má nánar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegagerðin leggur mikið upp úr vönduðum og raunhæfum kostnaðaráætlunum og lítur á þær sem mikilvægt tæki við mat á verkefnum og forgangsröðun þeirra. Vandaðar áætlanir byggja á öguðum vinnubrögðum starfsmanna og verktaka sem að verkunum koma. Áætlanir eru gjarnan unnar í nokkrum skrefum eftir því hvar verkhugmyndir eru staddar og hversu miklu menn vilja kosta til. Áður en verk eru boðin út liggur síðan fyrir lokaúrvinnsla áætlanagerðar, svokölluð verkhönnun þar sem búið er að taka tillit til sem flestra þátta sem máli skipta við framkvæmd verksins.Óvissan snýr oft að jarðfræðinni Óvissan sem tekist er á við í vega- og gangagerð snýr mjög oft að jarðfræðinni og öryggi þeirra upplýsinga sem hægt er að afla um áhrif þeirra þátta á verkferilinn. Við vegagerð snýr þetta gjarnan að gæðum, magni og aðgengi að jarðefnum sem nauðsynleg eru til vegagerðarinnar. Jarðefnin geta reynst óhentug og ónóg. Við gangagerð er áhættan alltaf mikil en þrátt fyrir miklar prófanir í aðdraganda slíkra framkvæmda er aldrei hægt að sjá fyrir með óyggjandi hætti hvað kemur í ljós þegar komið er inn í iður fjalla. Berglög geta reynst misjafnlega föst í sér og heilu vatnsæðarnar geta opnast sem ekki reyndist mögulegt að kortleggja í prufuborunum. Almenn staða á markaði hefur vissulega einnig áhrif á það hvernig tilboð berast við útboðum s.s. samkeppni milli verktaka, framboð verkefna og almennt efnahagsástand og stöðugleiki eða óvissa á þeim vettvangi. Eins og að framan greinir eru vönduð verk og kostnaðaráætlun forsenda vandaðra vinnubragða við framkvæmd stórra verka, þó ber að hafa í huga að eftir sem áður er áætlun eftir orðanna hljóðan áætlun en ekki niðurstaða verks. Áætlunin þarf því að vera raunhæf en um leið krefjandi þannig að umsjónaraðilar sjái sig knúna til þess að leita hagkvæmari leiða og efla skilvirkni. Þess ber einnig að geta að aðstæður geta breyst á framkvæmdatímanum. Sem dæmi má nefna gerð Norðfjarðarganga. Á verktímanum varð ljóst að reglur varðandi öryggi ganga væru að taka breytingum. Þess vegna var ráðist í viðbætur við verkið með gerð nýrra neyðarrýma en mun kostnaðarsamara hefði verið að ráðast í gerð þeirra eftir að verkinu var lokið. Vegagerðin telur sig geta vel við unað þótt alltaf megi gera betur. Við munum áfram reyna að gera sem raunhæfastar kostnaðaráætlanir og leggja okkur fram um að standast þær.Höfundur er forstjóri Vegagerðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um framúrkeyrslu kostnaðar í opinberum framkvæmdum. Eðli málsins samkvæmt kemur það illa við bæði stjórnvöld og almenning þegar fyrirsjáanleiki virðist ekki vera til staðar við kostnaðaráætlanir stórra og fjárfrekra framkvæmda. Vegagerðin sér um framkvæmdir á þjóðvegakerfi landsins fyrir milljarðatugi ár hvert og hefur gert um áratuga skeið. Auk þess sinnir siglingasviðið verkefnum er snúa að höfnum og vitum landsins. Miklu máli skiptir því hvernig til tekst bæði hvað varðar gæði framkvæmdanna en ekki síður varðandi þá hlið sem snýr að nýtingu fjármagns. Við skoðun á vegagerðarverkefnum sem eru stærri en 500 m.kr. síðustu 10 ár kemur í ljós að heildarkostnaður verka í venjulegri vegagerð víkur að meðaltali um 7% frá þeirri kostnaðaráætlun sem notuð var við útboð verkanna þegar allar tölur eru reiknaðar upp til sama verðlags. Í tilviki jarðganga er frávikið heldur hærra eða tæp 9%. Raunkostnaður í einstökum verkum getur verið allt frá 70% til 145% af kostnaðaráætlun. Á tímabilinu reyndust 7 verk undir áætlun og 16 verk yfir áætlun og flest verkin voru innan við 10% yfir áætlun. Sjá má nánar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegagerðin leggur mikið upp úr vönduðum og raunhæfum kostnaðaráætlunum og lítur á þær sem mikilvægt tæki við mat á verkefnum og forgangsröðun þeirra. Vandaðar áætlanir byggja á öguðum vinnubrögðum starfsmanna og verktaka sem að verkunum koma. Áætlanir eru gjarnan unnar í nokkrum skrefum eftir því hvar verkhugmyndir eru staddar og hversu miklu menn vilja kosta til. Áður en verk eru boðin út liggur síðan fyrir lokaúrvinnsla áætlanagerðar, svokölluð verkhönnun þar sem búið er að taka tillit til sem flestra þátta sem máli skipta við framkvæmd verksins.Óvissan snýr oft að jarðfræðinni Óvissan sem tekist er á við í vega- og gangagerð snýr mjög oft að jarðfræðinni og öryggi þeirra upplýsinga sem hægt er að afla um áhrif þeirra þátta á verkferilinn. Við vegagerð snýr þetta gjarnan að gæðum, magni og aðgengi að jarðefnum sem nauðsynleg eru til vegagerðarinnar. Jarðefnin geta reynst óhentug og ónóg. Við gangagerð er áhættan alltaf mikil en þrátt fyrir miklar prófanir í aðdraganda slíkra framkvæmda er aldrei hægt að sjá fyrir með óyggjandi hætti hvað kemur í ljós þegar komið er inn í iður fjalla. Berglög geta reynst misjafnlega föst í sér og heilu vatnsæðarnar geta opnast sem ekki reyndist mögulegt að kortleggja í prufuborunum. Almenn staða á markaði hefur vissulega einnig áhrif á það hvernig tilboð berast við útboðum s.s. samkeppni milli verktaka, framboð verkefna og almennt efnahagsástand og stöðugleiki eða óvissa á þeim vettvangi. Eins og að framan greinir eru vönduð verk og kostnaðaráætlun forsenda vandaðra vinnubragða við framkvæmd stórra verka, þó ber að hafa í huga að eftir sem áður er áætlun eftir orðanna hljóðan áætlun en ekki niðurstaða verks. Áætlunin þarf því að vera raunhæf en um leið krefjandi þannig að umsjónaraðilar sjái sig knúna til þess að leita hagkvæmari leiða og efla skilvirkni. Þess ber einnig að geta að aðstæður geta breyst á framkvæmdatímanum. Sem dæmi má nefna gerð Norðfjarðarganga. Á verktímanum varð ljóst að reglur varðandi öryggi ganga væru að taka breytingum. Þess vegna var ráðist í viðbætur við verkið með gerð nýrra neyðarrýma en mun kostnaðarsamara hefði verið að ráðast í gerð þeirra eftir að verkinu var lokið. Vegagerðin telur sig geta vel við unað þótt alltaf megi gera betur. Við munum áfram reyna að gera sem raunhæfastar kostnaðaráætlanir og leggja okkur fram um að standast þær.Höfundur er forstjóri Vegagerðarinnar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun