Pissa í skóinn Hörður Ægisson skrifar 7. desember 2018 07:00 Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Íslenskir bankar Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun