Í gær var dregið í riðla fyrir HM kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi næsta sumar en íslenska kvennalandsliðið var grátlega nálægt því að tryggja sér sæti á mótinu. Í það minnsta í umspili fyrir mótið.
Heimsmeistararnir í Bandaríkjunum eru í F-riðlinum og mæta þar Svíum, Taílandi og Síle. Ætti að vera nokkuð auðvelt verk fyrir heimsmeistaranna að komast upp úr riðlinum.
María Þórisdóttir og samherjar hennar í Noregi eru í riðli með heimastúlkum í Frakklandi, Suður-Kóreu og Nígeríu. Þar ættu að vera ágætis möguleikar fyrir norska liðið að komast áfram.
Enska landsliðið, undir stjórn Phil Neville, er í D-riðlinum með Skotlandi, Argentínu og Japan en fyrsti leikur Englands verður gegn Skotum þann níunda júní í Nice. Íslendingar eiga góðir minningar gegn Englendingum í Nice frá EM 2016.
Spilað verður í Paris ásamt Nice, Montpellier, Rennes, Le Havre, Valenciennes, Reims and Grenoble en fyrsti leikurinn verður leikur Frakka og Suður-Kóreu á Parc des Princes í París.
Riðlarnir í heild sinni:
A-riðill: Frakkland, Suður-Kórea, Noregur, Nígería
B-riðill: Þýskaland, Kína, Spánn, Suður-Afríka
C-riðill: Ástralía, Ítalía, Brasilía, Jamaíka
D-riðill: England, Skotland, Japan, Argentína
E-riðill: Kanada, Nýja-Sjáland, Holland, Kamerún
F-riðill: Bandaríkin, Svíþjóð, Taíland, Sile
Drátturinn fyrir HM kvenna: Íslendingar eiga góðar minningar frá fyrsta leikstað Englands
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn




„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

