Skúli fundaði með samgönguráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 30. nóvember 2018 15:34 Sigurður Ingi og Skúli funduðu í dag um stöðu WOW air. vísir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30
Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51