Spáir breytingum á rekstri Icelandair og WOW Air Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 12:16 Þegar tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW kom fram að til stæði að reka félögin áfram með sama sniði. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira