Spáir breytingum á rekstri Icelandair og WOW Air Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 12:16 Þegar tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW kom fram að til stæði að reka félögin áfram með sama sniði. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira