Gert að leysa Kúrda úr haldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Selahattin Demirtas verður þó ekki leystur úr haldi, ef marka má orð Receps Tayyips Erdogan forseta. Nordicphotos/AFP Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað yfirvöldum í Tyrklandi að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og leiðtoga HDP-flokks Kúrda, úr haldi. Demirtas hefur verið í fangelsi síðan í nóvember 2016, sakaður um tugi brota og á yfir höfði sér allt að 142 ára fangelsisdóm að því er BBC greindi frá. Upphafleg ástæða fangelsunar Demirtas var ákæra fyrir að beina áróðri að hersveitum er berjast gegn Tyrkjum og að sýna rannsakendum ekki samstarfsvilja. Síðan þá hefur hann verið sakaður um að leiða hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK) sem Tyrkir flokka sem hryðjuverkasamtök, og um að hvetja til ofbeldis og skipuleggja ólögleg mótmæli. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt ásakanirnar gegn Demirtas væru byggðar á rökstuddum grunsemdum hefðu Tyrkir brotið á réttindum hans. Meðal annars með því að leiða hann ekki tafarlaust fyrir dómara og með því að tálma þátttöku hans í kosningum. Þá voru framlengingar á gæsluvarðhaldsúrskurðum sagðar órökstuddar. „Tálmun á þátttöku hans á þingi fól í sér óréttlát afskipti af tjáningarfrelsinu og brot á rétti hans til kjörs og þingsetu. Það er hafið yfir vafa að fangelsun hans er meðal annars til þess gerð að draga úr fjölhyggju og takmarka frelsi stjórnmálaumræðunnar,“ sagði í tilkynningu frá dómstólnum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í samtali við Anadolu í gær að hann liti svo á að úrskurðurinn væri ekki bindandi. Demirtas sagði í yfirlýsingu að málið gegn honum væri nú „algjörlega hrunið“. Barátta hans fyrir réttlæti myndi halda áfram sama hvað. Mahsuni Karaman, lögmaður Demirtas, sagði eftir uppkvaðningu að hann hefði nú þegar farið fram á tafarlausa lausn skjólstæðings síns úr haldi í Ankara. „Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er ljóst að hver einasta sekúnda sem Demirtas er áfram í haldi telst til brota á réttindum hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað yfirvöldum í Tyrklandi að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og leiðtoga HDP-flokks Kúrda, úr haldi. Demirtas hefur verið í fangelsi síðan í nóvember 2016, sakaður um tugi brota og á yfir höfði sér allt að 142 ára fangelsisdóm að því er BBC greindi frá. Upphafleg ástæða fangelsunar Demirtas var ákæra fyrir að beina áróðri að hersveitum er berjast gegn Tyrkjum og að sýna rannsakendum ekki samstarfsvilja. Síðan þá hefur hann verið sakaður um að leiða hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK) sem Tyrkir flokka sem hryðjuverkasamtök, og um að hvetja til ofbeldis og skipuleggja ólögleg mótmæli. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt ásakanirnar gegn Demirtas væru byggðar á rökstuddum grunsemdum hefðu Tyrkir brotið á réttindum hans. Meðal annars með því að leiða hann ekki tafarlaust fyrir dómara og með því að tálma þátttöku hans í kosningum. Þá voru framlengingar á gæsluvarðhaldsúrskurðum sagðar órökstuddar. „Tálmun á þátttöku hans á þingi fól í sér óréttlát afskipti af tjáningarfrelsinu og brot á rétti hans til kjörs og þingsetu. Það er hafið yfir vafa að fangelsun hans er meðal annars til þess gerð að draga úr fjölhyggju og takmarka frelsi stjórnmálaumræðunnar,“ sagði í tilkynningu frá dómstólnum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í samtali við Anadolu í gær að hann liti svo á að úrskurðurinn væri ekki bindandi. Demirtas sagði í yfirlýsingu að málið gegn honum væri nú „algjörlega hrunið“. Barátta hans fyrir réttlæti myndi halda áfram sama hvað. Mahsuni Karaman, lögmaður Demirtas, sagði eftir uppkvaðningu að hann hefði nú þegar farið fram á tafarlausa lausn skjólstæðings síns úr haldi í Ankara. „Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er ljóst að hver einasta sekúnda sem Demirtas er áfram í haldi telst til brota á réttindum hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira