Gert að leysa Kúrda úr haldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Selahattin Demirtas verður þó ekki leystur úr haldi, ef marka má orð Receps Tayyips Erdogan forseta. Nordicphotos/AFP Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað yfirvöldum í Tyrklandi að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og leiðtoga HDP-flokks Kúrda, úr haldi. Demirtas hefur verið í fangelsi síðan í nóvember 2016, sakaður um tugi brota og á yfir höfði sér allt að 142 ára fangelsisdóm að því er BBC greindi frá. Upphafleg ástæða fangelsunar Demirtas var ákæra fyrir að beina áróðri að hersveitum er berjast gegn Tyrkjum og að sýna rannsakendum ekki samstarfsvilja. Síðan þá hefur hann verið sakaður um að leiða hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK) sem Tyrkir flokka sem hryðjuverkasamtök, og um að hvetja til ofbeldis og skipuleggja ólögleg mótmæli. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt ásakanirnar gegn Demirtas væru byggðar á rökstuddum grunsemdum hefðu Tyrkir brotið á réttindum hans. Meðal annars með því að leiða hann ekki tafarlaust fyrir dómara og með því að tálma þátttöku hans í kosningum. Þá voru framlengingar á gæsluvarðhaldsúrskurðum sagðar órökstuddar. „Tálmun á þátttöku hans á þingi fól í sér óréttlát afskipti af tjáningarfrelsinu og brot á rétti hans til kjörs og þingsetu. Það er hafið yfir vafa að fangelsun hans er meðal annars til þess gerð að draga úr fjölhyggju og takmarka frelsi stjórnmálaumræðunnar,“ sagði í tilkynningu frá dómstólnum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í samtali við Anadolu í gær að hann liti svo á að úrskurðurinn væri ekki bindandi. Demirtas sagði í yfirlýsingu að málið gegn honum væri nú „algjörlega hrunið“. Barátta hans fyrir réttlæti myndi halda áfram sama hvað. Mahsuni Karaman, lögmaður Demirtas, sagði eftir uppkvaðningu að hann hefði nú þegar farið fram á tafarlausa lausn skjólstæðings síns úr haldi í Ankara. „Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er ljóst að hver einasta sekúnda sem Demirtas er áfram í haldi telst til brota á réttindum hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað yfirvöldum í Tyrklandi að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og leiðtoga HDP-flokks Kúrda, úr haldi. Demirtas hefur verið í fangelsi síðan í nóvember 2016, sakaður um tugi brota og á yfir höfði sér allt að 142 ára fangelsisdóm að því er BBC greindi frá. Upphafleg ástæða fangelsunar Demirtas var ákæra fyrir að beina áróðri að hersveitum er berjast gegn Tyrkjum og að sýna rannsakendum ekki samstarfsvilja. Síðan þá hefur hann verið sakaður um að leiða hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK) sem Tyrkir flokka sem hryðjuverkasamtök, og um að hvetja til ofbeldis og skipuleggja ólögleg mótmæli. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt ásakanirnar gegn Demirtas væru byggðar á rökstuddum grunsemdum hefðu Tyrkir brotið á réttindum hans. Meðal annars með því að leiða hann ekki tafarlaust fyrir dómara og með því að tálma þátttöku hans í kosningum. Þá voru framlengingar á gæsluvarðhaldsúrskurðum sagðar órökstuddar. „Tálmun á þátttöku hans á þingi fól í sér óréttlát afskipti af tjáningarfrelsinu og brot á rétti hans til kjörs og þingsetu. Það er hafið yfir vafa að fangelsun hans er meðal annars til þess gerð að draga úr fjölhyggju og takmarka frelsi stjórnmálaumræðunnar,“ sagði í tilkynningu frá dómstólnum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í samtali við Anadolu í gær að hann liti svo á að úrskurðurinn væri ekki bindandi. Demirtas sagði í yfirlýsingu að málið gegn honum væri nú „algjörlega hrunið“. Barátta hans fyrir réttlæti myndi halda áfram sama hvað. Mahsuni Karaman, lögmaður Demirtas, sagði eftir uppkvaðningu að hann hefði nú þegar farið fram á tafarlausa lausn skjólstæðings síns úr haldi í Ankara. „Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er ljóst að hver einasta sekúnda sem Demirtas er áfram í haldi telst til brota á réttindum hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent