Stríð og friður í Evrópu frá fyrri hluta 17. aldar Ingimundur Gíslason skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 hefur stundum verið kallað fyrsta allsherjarstyrjöldin í sögu álfunnar. Stríðið var í byrjun trúarbragðastyrjöld á milli mótmælenda og kaþólskra í Þýskalandi og víðar, en snérist á endanum upp í afmarkaða og hefðbundna landvinninga konunga og fursta. Þessi styrjöld olli gríðarlegri eyðileggingu og miklu manntjóni í viðkomandi löndum eins og til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi. Friður kenndur við bæina Münster og Osnabrück í Vestfalíu í Þýskalandi var saminn árið 1648. Nú eru liðin 400 ár síðan þrjátíu ára stríðið hófst. Á þeim tíma hafa styrjaldir stórar og smáar geisað í álfunni nær sleitulaust og raðast upp eins og blóðsvartar perlur á bandi. En ef frátalin eru Balkanstríð 20. aldar og stutt stríð með þátttöku Rússa má þó segja að friður hafi ríkt í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar árið 1945 eða í 73 ár. Er það lengsta friðartímabil og um leið tímabil framfara og hagsældar í Norður- og Mið-Evrópu síðan 1648. Sé litið á söguna getur Evrópa greinilega verið jarðvegur tíðra átaka og hörmunga þeim fylgjandi. Þetta langtíma friðartímabil er því raunveruleg nýjung í sögu álfunnar. Og hverju er það að þakka? Samtökum þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru einnig önnur öfl að verki s.s. þjóðfélagsbreytingar í heiminum öllum sem gera stríðsrekstur enn ófýsilegri en áður. Aðildarþjóðum NATO hefur með samheldni sinni tekist að verja landamæri aðildarríkjanna frá stofnun bandalagsins árið 1949. En það er Evrópusambandið, ESB, sem á mestan heiður af því að viðhalda samheldni og efnahagsframförum í Evrópuríkjum undanfarna áratugi og með þeim hætti stuðlað að friði og stöðugleika. Og það gleymist alltof oft að ESB er að grunni til friðarbandalag. Árið 1951 undirrituðu utanríkisráðherrar nokkurra Evrópuríkja: Frakklands, Vestur-Þýskalands, Hollands, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar hina svokölluðu Parísaryfirlýsingu sem varð upphaf Evrópska kola- og stálbandalagsins. Það varð síðar undanfari Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag. Helsti hvatamaður þessa var utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman. Markmiðið með samkomulagi þessara ráðamanna var að forða Evrópu frá áframhaldandi stríðsrekstri í framtíðinni eins og þeim sem hrjáð hafði þjóðir álfunnar fram að þeim tíma. Þeir töldu að besta leiðin til að ná þessu markmiði væri náin samvinna og frelsi á sviði verslunar og þjónustu. Á Íslandi er í allri umræðu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hins vegar einblínt á hreinan fjárhagslegan ágóða fyrir Íslendinga. Íslandsmaðurinn spyr sig aldrei „Hvað getum við sem þjóð lagt af mörkum?“ Fyrsta janúar 2016 var heildaríbúafjöldi landa Evrópusambandsins 510,1 milljón eða um það bil 6,9 prósent af íbúafjölda heimsins. Það er reiknað með að þetta hlutfall lækki á næstu áratugum. Þess vegna er mikilvægt að Evrópuþjóðir standi þétt saman og láti ekki sundrungaröfl ýmiss konar veikja eða beinlínis eyðileggja samstarfið. Pútín, forseti Rússlands, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri af sama sauðahúsi eru iðnir við að grafa undan alþjóðastofnunum ýmiss konar, oft undir formerkjum þjóðernisstefnu og lýðskrums. Þeir beina spjótum sínum sérstaklega að Evrópusambandinu með lúmskum áróðri og lygum. Íslendingar, sem eru fámennir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borgið í ölduróti heimsmálanna. Það er örugglega ekki í faðmi einstakra lýðskrumara – í félagsskap manna og kvenna eins og Trumps, Pútíns, Le Pen, Nigels Farage og fleiri og fleiri og fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 hefur stundum verið kallað fyrsta allsherjarstyrjöldin í sögu álfunnar. Stríðið var í byrjun trúarbragðastyrjöld á milli mótmælenda og kaþólskra í Þýskalandi og víðar, en snérist á endanum upp í afmarkaða og hefðbundna landvinninga konunga og fursta. Þessi styrjöld olli gríðarlegri eyðileggingu og miklu manntjóni í viðkomandi löndum eins og til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi. Friður kenndur við bæina Münster og Osnabrück í Vestfalíu í Þýskalandi var saminn árið 1648. Nú eru liðin 400 ár síðan þrjátíu ára stríðið hófst. Á þeim tíma hafa styrjaldir stórar og smáar geisað í álfunni nær sleitulaust og raðast upp eins og blóðsvartar perlur á bandi. En ef frátalin eru Balkanstríð 20. aldar og stutt stríð með þátttöku Rússa má þó segja að friður hafi ríkt í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar árið 1945 eða í 73 ár. Er það lengsta friðartímabil og um leið tímabil framfara og hagsældar í Norður- og Mið-Evrópu síðan 1648. Sé litið á söguna getur Evrópa greinilega verið jarðvegur tíðra átaka og hörmunga þeim fylgjandi. Þetta langtíma friðartímabil er því raunveruleg nýjung í sögu álfunnar. Og hverju er það að þakka? Samtökum þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru einnig önnur öfl að verki s.s. þjóðfélagsbreytingar í heiminum öllum sem gera stríðsrekstur enn ófýsilegri en áður. Aðildarþjóðum NATO hefur með samheldni sinni tekist að verja landamæri aðildarríkjanna frá stofnun bandalagsins árið 1949. En það er Evrópusambandið, ESB, sem á mestan heiður af því að viðhalda samheldni og efnahagsframförum í Evrópuríkjum undanfarna áratugi og með þeim hætti stuðlað að friði og stöðugleika. Og það gleymist alltof oft að ESB er að grunni til friðarbandalag. Árið 1951 undirrituðu utanríkisráðherrar nokkurra Evrópuríkja: Frakklands, Vestur-Þýskalands, Hollands, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar hina svokölluðu Parísaryfirlýsingu sem varð upphaf Evrópska kola- og stálbandalagsins. Það varð síðar undanfari Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag. Helsti hvatamaður þessa var utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman. Markmiðið með samkomulagi þessara ráðamanna var að forða Evrópu frá áframhaldandi stríðsrekstri í framtíðinni eins og þeim sem hrjáð hafði þjóðir álfunnar fram að þeim tíma. Þeir töldu að besta leiðin til að ná þessu markmiði væri náin samvinna og frelsi á sviði verslunar og þjónustu. Á Íslandi er í allri umræðu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hins vegar einblínt á hreinan fjárhagslegan ágóða fyrir Íslendinga. Íslandsmaðurinn spyr sig aldrei „Hvað getum við sem þjóð lagt af mörkum?“ Fyrsta janúar 2016 var heildaríbúafjöldi landa Evrópusambandsins 510,1 milljón eða um það bil 6,9 prósent af íbúafjölda heimsins. Það er reiknað með að þetta hlutfall lækki á næstu áratugum. Þess vegna er mikilvægt að Evrópuþjóðir standi þétt saman og láti ekki sundrungaröfl ýmiss konar veikja eða beinlínis eyðileggja samstarfið. Pútín, forseti Rússlands, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri af sama sauðahúsi eru iðnir við að grafa undan alþjóðastofnunum ýmiss konar, oft undir formerkjum þjóðernisstefnu og lýðskrums. Þeir beina spjótum sínum sérstaklega að Evrópusambandinu með lúmskum áróðri og lygum. Íslendingar, sem eru fámennir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borgið í ölduróti heimsmálanna. Það er örugglega ekki í faðmi einstakra lýðskrumara – í félagsskap manna og kvenna eins og Trumps, Pútíns, Le Pen, Nigels Farage og fleiri og fleiri og fleiri.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun