„Góður Garðabær“ – Íbúalýðræði aukið Sigríður Hulda Jónsdóttir og Almar Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Garðabær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að setja sér lýðræðisstefnu árið 2010. Alla tíð síðan hefur íbúasamráð skipað veigamikinn sess í störfum bæjarins. Síðastliðin fjögur ár voru til dæmis haldnir 37 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir. Nýverið samþykkti bæjarstjórn tillögu undirritaðra sem miðar að því að efla enn frekar íbúasamráð með því að setja það í formfastari farveg og leita nýrra leiða í samtali við íbúa. Sterk tengsl við íbúa eru mikilvæg Grundvallarskylda sveitarstjórna er að taka ákvarðanir með hliðsjón af þörfum og hagsmunum íbúa og sveitarfélagsins í heild eins og fram kemur í nýútkominni handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Sterk tengsl við íbúa sem þekkja eigin nærumhverfi best skapar forsendur fyrir samráðsmenningu og farsælli ákvarðanatöku. Íbúasamráð á að vera fastur liður í stjórnkerfi sveitarfélaga. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis sýna að sveitarstjórnir sem koma sér upp samráðsmenningu njóta meira trausts meðal íbúa og þar ríkir meiri ánægja með stjórnun og þjónustu. Íbúasamráð og bæjarbragur Undir heitinu „Góður Garðabær“ mun Garðabær með markvissum hætti skilgreina leiðir til að auka enn frekar íbúasamráð, m.a. með því að íbúar skilgreini sjálfir verkefni og kjósi síðan um hvaða verkefni eiga að hljóta framgang. Þannig verður leitað til bæjarbúa varðandi hugmyndir að nýframkvæmdum og/eða viðhaldsverkefnum með áherslu á öryggi bæjarbúa, hreyfi- og leikmöguleika og aukin lífsgæði í nærumhverfi og hverfum. Einnig verður lögð áhersla á verkefni sem efla bæjarbraginn í heild sinni. Tillagan felur í sér að þegar á næsta ári verði stigið skref í þessa átt með því að verja ákveðinni fjárhæð í málið sem hægt verður að hækka þegar reynsla er komin á vinnulagið og árangur verklagsins verður sýnilegur. Markmiðið er að efla með markvissum hætti lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu og verja fé til framkvæmda eftir forgangsröðun íbúanna sjálfra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Garðabær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að setja sér lýðræðisstefnu árið 2010. Alla tíð síðan hefur íbúasamráð skipað veigamikinn sess í störfum bæjarins. Síðastliðin fjögur ár voru til dæmis haldnir 37 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir. Nýverið samþykkti bæjarstjórn tillögu undirritaðra sem miðar að því að efla enn frekar íbúasamráð með því að setja það í formfastari farveg og leita nýrra leiða í samtali við íbúa. Sterk tengsl við íbúa eru mikilvæg Grundvallarskylda sveitarstjórna er að taka ákvarðanir með hliðsjón af þörfum og hagsmunum íbúa og sveitarfélagsins í heild eins og fram kemur í nýútkominni handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Sterk tengsl við íbúa sem þekkja eigin nærumhverfi best skapar forsendur fyrir samráðsmenningu og farsælli ákvarðanatöku. Íbúasamráð á að vera fastur liður í stjórnkerfi sveitarfélaga. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis sýna að sveitarstjórnir sem koma sér upp samráðsmenningu njóta meira trausts meðal íbúa og þar ríkir meiri ánægja með stjórnun og þjónustu. Íbúasamráð og bæjarbragur Undir heitinu „Góður Garðabær“ mun Garðabær með markvissum hætti skilgreina leiðir til að auka enn frekar íbúasamráð, m.a. með því að íbúar skilgreini sjálfir verkefni og kjósi síðan um hvaða verkefni eiga að hljóta framgang. Þannig verður leitað til bæjarbúa varðandi hugmyndir að nýframkvæmdum og/eða viðhaldsverkefnum með áherslu á öryggi bæjarbúa, hreyfi- og leikmöguleika og aukin lífsgæði í nærumhverfi og hverfum. Einnig verður lögð áhersla á verkefni sem efla bæjarbraginn í heild sinni. Tillagan felur í sér að þegar á næsta ári verði stigið skref í þessa átt með því að verja ákveðinni fjárhæð í málið sem hægt verður að hækka þegar reynsla er komin á vinnulagið og árangur verklagsins verður sýnilegur. Markmiðið er að efla með markvissum hætti lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu og verja fé til framkvæmda eftir forgangsröðun íbúanna sjálfra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun