Mér ofbýður Kjartan Mogensen skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Mér ofbýður minnimáttarkennd og undirlægjuháttur þingmanna gagnvart erlendum auðmönnum, og mér ofbýður virðingarleysi þingmanna gagnvart eldri borgurum, öryrkjum og öðrum þeim sem vart hafa til hnífs og skeiðar. Starfandi fiskeldisfélag, sem er að mestu eða öllu leyti í eigu útlendinga, eykur starfsemi sína án þess að hafa öll tilskilin starfsleyfi. Er það lögbrot eða hvað? Á 24 tímum rennur í gegn á Alþingi, mótmælalaust, bráðabirgðafrumvarp sem gerir þessu fyrirtæki kleift að halda áfram. Á 24 tímum. Undanfarna áratugi hefur alltaf í aðdraganda kosninga verið lofað að bæta kjör þeirra sem verst eru staddir. Efndir svikinna kosningaloforða þekkja allir. Þetta er ekki hægt, kostar of mikið og áfram bla, bla, bla. Þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið til að bæta lífsgæði þeirra verst settu eru ekkert annað en dúsa ofan á dúsu. Fyrirhuguð 3,4% hækkun á greiðslu til eldri borgara frá Tryggingastofnun um næstu áramót er ekkert annað en dúsa og til skammar þingmönnum, sama hvar í flokki þeir eru. Hvar er ykkar sómatilfinning? Ykkur skortir dug og kjark til að breyta ónýtu kerfi í þá átt að það virki sem alvöruvelferðarkerfi fyrir allt þjóðfélagið sem því miður er orðið þannig í dag að lífsgæðum er svo misskipt að stór hluti fólks rétt skrimtir, er undir fátækramörkum meðan aðrir lifa í vellystingum praktuglega. En fyrir fiskeldisfyrirtæki með mjög umdeilda starfsemi, að mestu eða öllu leyti í eigu erlendra auðmanna, þá er allt sett á fulla ferð í Alþingi og málið klárað, leyst 1, 2, og 3. Ef þið haldið að svona gjörningur auki virðingu Alþingis þá eruð þið á algjörum villigötum. Virðing verður aðeins áunnin með góðum verkum. Ég vil taka það fram að ég vil Vestfirðingum allt hið besta, vann um tíma á Ísafirði, leið vel í þeirra samfélagi og óska þeim alls hins besta. Það eru vinnubrögð þingmanna, forgangsröðun verkefna og vanvirðing þeirra gagnvart samlöndum sínum sem mér ofbýður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mér ofbýður minnimáttarkennd og undirlægjuháttur þingmanna gagnvart erlendum auðmönnum, og mér ofbýður virðingarleysi þingmanna gagnvart eldri borgurum, öryrkjum og öðrum þeim sem vart hafa til hnífs og skeiðar. Starfandi fiskeldisfélag, sem er að mestu eða öllu leyti í eigu útlendinga, eykur starfsemi sína án þess að hafa öll tilskilin starfsleyfi. Er það lögbrot eða hvað? Á 24 tímum rennur í gegn á Alþingi, mótmælalaust, bráðabirgðafrumvarp sem gerir þessu fyrirtæki kleift að halda áfram. Á 24 tímum. Undanfarna áratugi hefur alltaf í aðdraganda kosninga verið lofað að bæta kjör þeirra sem verst eru staddir. Efndir svikinna kosningaloforða þekkja allir. Þetta er ekki hægt, kostar of mikið og áfram bla, bla, bla. Þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið til að bæta lífsgæði þeirra verst settu eru ekkert annað en dúsa ofan á dúsu. Fyrirhuguð 3,4% hækkun á greiðslu til eldri borgara frá Tryggingastofnun um næstu áramót er ekkert annað en dúsa og til skammar þingmönnum, sama hvar í flokki þeir eru. Hvar er ykkar sómatilfinning? Ykkur skortir dug og kjark til að breyta ónýtu kerfi í þá átt að það virki sem alvöruvelferðarkerfi fyrir allt þjóðfélagið sem því miður er orðið þannig í dag að lífsgæðum er svo misskipt að stór hluti fólks rétt skrimtir, er undir fátækramörkum meðan aðrir lifa í vellystingum praktuglega. En fyrir fiskeldisfyrirtæki með mjög umdeilda starfsemi, að mestu eða öllu leyti í eigu erlendra auðmanna, þá er allt sett á fulla ferð í Alþingi og málið klárað, leyst 1, 2, og 3. Ef þið haldið að svona gjörningur auki virðingu Alþingis þá eruð þið á algjörum villigötum. Virðing verður aðeins áunnin með góðum verkum. Ég vil taka það fram að ég vil Vestfirðingum allt hið besta, vann um tíma á Ísafirði, leið vel í þeirra samfélagi og óska þeim alls hins besta. Það eru vinnubrögð þingmanna, forgangsröðun verkefna og vanvirðing þeirra gagnvart samlöndum sínum sem mér ofbýður.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun