„Láttu okkur fá það óþvegið!“ Sæunn Kjartansdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Já, við foreldrar viljum fá spark í rassinn.“ Ég var stödd á fjölmennum og líflegum fundi foreldrafélags í leikskóla þegar talið barst að snjallsímanotkun, ekki barna heldur foreldra. Allir voru á einu máli um að síminn væri of fyrirferðarmikill í fjölskyldulífinu og að fullorðið fólk þyrfti að læra að umgangast hann af hófsemi áður en hægt væri að búast við því sama af börnum. Það er ekki langt síðan margir voru háðir annars konar litlum pökkum á stærð við farsíma sem þeir skildu aldrei við sig. Á þeim stóð ekki Apple eða Samsung heldur Winston eða Camel. Kannski er þess ekki langt að bíða að það þyki álíka heilbrigt að vera stöðugt með símann á lofti og sígarettu. Til að byrja með vissi fólk ekki mikið um skaðsemi tóbaks en hvað vitum við um áhrif þess að foreldrar séu sítengdir netheimum? Í bandarískri rannsókn var fylgst með 55 fjölskyldum borða á skyndibitastað.[1] 73% foreldra voru með eða notuðu símann og við það dró úr samskiptum við börnin, foreldrarnir voru lengur að bregðast við þeim og meira bar á árekstrum (foreldrar hækkuðu róminn, börnin hegðuðu sér illa). Önnur rannsókn skoðaði samskipti á milli foreldris og barns sem voru tekin upp á myndbönd og síðar greind.[2] Þar kom í ljós að símanotkun foreldra dró úr yrtum samskiptum um 20%, óyrtum um tæp 40% og hvatningu til barns um tæp 30%. Börnin sýndu meiri einhæfni, minni hugsun og takmarkaðri næmni í samskiptum. Vakandi eftirtekt foreldris veitir börnum öryggi og er þeim jafn nauðsynleg og heimili. Áhugasamt andlit gefur barni staðfestingu á að það skipti máli og styrkir sjálfsmynd þess. Umhyggjusöm athygli dregur úr streitu og með gagnkvæmum samskiptum lærir barn að þekkja og skilja sjálft sig og aðra. Venjist barn því að foreldrar gefi því athygli jafn fúslega og morgunmat má búast við að það þrói með sér öryggiskennd sem gerir því kleift að gleyma sér í leik og síðar í námi og starfi. Vitanlega eru foreldrar ekki alltaf stöðugt með augun á börnunum sínum, enda ekki ástæða til, en öll börn þarfnast vakandi athygli foreldra sinna á hverjum degi. Hellings af henni. Þegar venjan er að foreldri sé með annað eða bæði augun á símanum fær barn skilaboð um að það áhugaverða og mikilvæga gerist „annars staðar“. Með athyglina við skjáinn verður foreldrið annars hugar, finnst barnið vera truflandi og ýtir því frá sér, ef ekki með orðum þá með látbragði. Barn sem þarf að jafnaði að hafa fyrir því að ná athygli foreldra sinna verður meira krefjandi því það er upptekið við að halda þeim við efnið. Það má líka búast við að það verði eirðarlausara, háðara, eigi erfiðara með að sofna á kvöldin og vakni oftar á nóttunni. Það hlýtur því að vera tilraunarinnar virði fyrir foreldra að hvíla símann í morgunsárið og frá því að börnin koma heim úr leikskólanum þangað til þau eru sofnuð. Flest símtöl, póstar, skilaboð og fréttir þola nokkurra klukkutíma bið. Ef símalaus tími reynist of strembinn gæti verið forvitnilegt að spá í hvaða þörfum símanum er ætlað að svara, hversu vel honum tekst það og hvað það mögulega kostar. [1] Radesky JS, et al. Patterns of mobile device use by caregivers of young children during fast food meals. Pediatrics 2014. [2] Radesky JS, et al. Maternal mobile device use during eating encounters and mentalization. JDBP 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Já, við foreldrar viljum fá spark í rassinn.“ Ég var stödd á fjölmennum og líflegum fundi foreldrafélags í leikskóla þegar talið barst að snjallsímanotkun, ekki barna heldur foreldra. Allir voru á einu máli um að síminn væri of fyrirferðarmikill í fjölskyldulífinu og að fullorðið fólk þyrfti að læra að umgangast hann af hófsemi áður en hægt væri að búast við því sama af börnum. Það er ekki langt síðan margir voru háðir annars konar litlum pökkum á stærð við farsíma sem þeir skildu aldrei við sig. Á þeim stóð ekki Apple eða Samsung heldur Winston eða Camel. Kannski er þess ekki langt að bíða að það þyki álíka heilbrigt að vera stöðugt með símann á lofti og sígarettu. Til að byrja með vissi fólk ekki mikið um skaðsemi tóbaks en hvað vitum við um áhrif þess að foreldrar séu sítengdir netheimum? Í bandarískri rannsókn var fylgst með 55 fjölskyldum borða á skyndibitastað.[1] 73% foreldra voru með eða notuðu símann og við það dró úr samskiptum við börnin, foreldrarnir voru lengur að bregðast við þeim og meira bar á árekstrum (foreldrar hækkuðu róminn, börnin hegðuðu sér illa). Önnur rannsókn skoðaði samskipti á milli foreldris og barns sem voru tekin upp á myndbönd og síðar greind.[2] Þar kom í ljós að símanotkun foreldra dró úr yrtum samskiptum um 20%, óyrtum um tæp 40% og hvatningu til barns um tæp 30%. Börnin sýndu meiri einhæfni, minni hugsun og takmarkaðri næmni í samskiptum. Vakandi eftirtekt foreldris veitir börnum öryggi og er þeim jafn nauðsynleg og heimili. Áhugasamt andlit gefur barni staðfestingu á að það skipti máli og styrkir sjálfsmynd þess. Umhyggjusöm athygli dregur úr streitu og með gagnkvæmum samskiptum lærir barn að þekkja og skilja sjálft sig og aðra. Venjist barn því að foreldrar gefi því athygli jafn fúslega og morgunmat má búast við að það þrói með sér öryggiskennd sem gerir því kleift að gleyma sér í leik og síðar í námi og starfi. Vitanlega eru foreldrar ekki alltaf stöðugt með augun á börnunum sínum, enda ekki ástæða til, en öll börn þarfnast vakandi athygli foreldra sinna á hverjum degi. Hellings af henni. Þegar venjan er að foreldri sé með annað eða bæði augun á símanum fær barn skilaboð um að það áhugaverða og mikilvæga gerist „annars staðar“. Með athyglina við skjáinn verður foreldrið annars hugar, finnst barnið vera truflandi og ýtir því frá sér, ef ekki með orðum þá með látbragði. Barn sem þarf að jafnaði að hafa fyrir því að ná athygli foreldra sinna verður meira krefjandi því það er upptekið við að halda þeim við efnið. Það má líka búast við að það verði eirðarlausara, háðara, eigi erfiðara með að sofna á kvöldin og vakni oftar á nóttunni. Það hlýtur því að vera tilraunarinnar virði fyrir foreldra að hvíla símann í morgunsárið og frá því að börnin koma heim úr leikskólanum þangað til þau eru sofnuð. Flest símtöl, póstar, skilaboð og fréttir þola nokkurra klukkutíma bið. Ef símalaus tími reynist of strembinn gæti verið forvitnilegt að spá í hvaða þörfum símanum er ætlað að svara, hversu vel honum tekst það og hvað það mögulega kostar. [1] Radesky JS, et al. Patterns of mobile device use by caregivers of young children during fast food meals. Pediatrics 2014. [2] Radesky JS, et al. Maternal mobile device use during eating encounters and mentalization. JDBP 2018.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun