Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2018 14:30 Einar Ágústsson í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins í fyrra. Vísir/Anton Brink Landréttur staðfesti í dag þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm yfir Einari Ágústssyni, öðrum svonefndra Kickstarter bræðra. Einar var sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Fólkið lét Einar fá samtals 74 milljónir króna í þeirri trú að það færi til fjárfestingarsjóðs Einars í Bandaríkjunum. Ákæruvaldið hélt því fram að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd. Einn fjórmenninganna lét Einar fá 44 milljónir króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness í júní í fyrra sem Landsréttur staðfesti í dag kom fram að Einar ætti sér engar málsbætur. Brotavilji hans hefði verið einbeittur og brot hans „skipulögð og úthugsuð.“ Hægt væri að slá því föstu að fjárfestingarsjóðurinn sem hann sagði fólkinu að hann starfrækti hefði í raun ekki verið starfræktur. Félag Einars, Skajaquoda ehf., var einnig dæmt í málinu til þess að þola upptöku á rúmum 74 milljónum króna sem hald var lagt á. Einar neitaði sök og áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar. Landréttur dæmdi Einar jafnframt til að greiða allan málskostnað, rúmar tvær milljónir króna. Stöðvuð Kickstarter-söfnun og stofnun trúfélags Einar og bróðir hans Ágúst Arnar Ágústsson vöktu fyrst athygli fyrir safnanir fyrir nýsköpunarverkefni á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Einni þeirra var síðar lokað þegar tæpar tuttugu milljónir króna höfðu safnast. Kickstarter sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna samstarfs við löggæsluyfirvöld. Um svipað leyti kom fram að bræðurnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara sem þá hét vegna mögulegra gjaldeyrisbrota. Einar var síðar ákærður fyrir fjársvikamálið sem dómur er nú fallinn í. Einar var einnig ásamt bróður sínum einn stofnenda trúfélagsins Zuism sem styr hefur staðið um. Ágúst Arnar er nú forstöðumaður félagsins sem hefur fengið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda undanfarin tvö ár. Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Landréttur staðfesti í dag þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm yfir Einari Ágústssyni, öðrum svonefndra Kickstarter bræðra. Einar var sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Fólkið lét Einar fá samtals 74 milljónir króna í þeirri trú að það færi til fjárfestingarsjóðs Einars í Bandaríkjunum. Ákæruvaldið hélt því fram að sjóðurinn hafi aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd. Einn fjórmenninganna lét Einar fá 44 milljónir króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness í júní í fyrra sem Landsréttur staðfesti í dag kom fram að Einar ætti sér engar málsbætur. Brotavilji hans hefði verið einbeittur og brot hans „skipulögð og úthugsuð.“ Hægt væri að slá því föstu að fjárfestingarsjóðurinn sem hann sagði fólkinu að hann starfrækti hefði í raun ekki verið starfræktur. Félag Einars, Skajaquoda ehf., var einnig dæmt í málinu til þess að þola upptöku á rúmum 74 milljónum króna sem hald var lagt á. Einar neitaði sök og áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar. Landréttur dæmdi Einar jafnframt til að greiða allan málskostnað, rúmar tvær milljónir króna. Stöðvuð Kickstarter-söfnun og stofnun trúfélags Einar og bróðir hans Ágúst Arnar Ágústsson vöktu fyrst athygli fyrir safnanir fyrir nýsköpunarverkefni á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Einni þeirra var síðar lokað þegar tæpar tuttugu milljónir króna höfðu safnast. Kickstarter sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna samstarfs við löggæsluyfirvöld. Um svipað leyti kom fram að bræðurnir voru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara sem þá hét vegna mögulegra gjaldeyrisbrota. Einar var síðar ákærður fyrir fjársvikamálið sem dómur er nú fallinn í. Einar var einnig ásamt bróður sínum einn stofnenda trúfélagsins Zuism sem styr hefur staðið um. Ágúst Arnar er nú forstöðumaður félagsins sem hefur fengið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda undanfarin tvö ár.
Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15