Írafár á netinu Haukur Örn Birgisson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Fyrir sléttum fimmtíu árum söng Johnny Cash inn á hljómplötuna At Folsom Prison. Áhorfendurnir voru fangar þeirrar ágætu stofnunar og var hljómplatan tekin upp á tónleikum innan veggja fangelsisins. Nokkur laganna fjölluðu um kollega áhorfendanna, sem sumir hverjir biðu aftöku sinnar á dauðadeildum. Lagið „25 minutes to go“ fjallar t.a.m. um mann sem á lengd eins Friends-þáttar eftir af ævi sinni og verður að teljast til gálgahúmors – bókstaflega. Af upptökunum má hins vegar heyra fangana ærast af gleði yfir flutningi hr. Cash. Ég er ekki viss um að söngvarinn fengi sömu viðbrögð í dag, enda allar líkur á því að viðkvæmir áhorfendur myndu móðgast eða særast yfir textunum. Ein söngkona (úps, ég meinti söngfræðingur) fékk t.d. á baukinn fyrir nokkru síðan þegar hún fór, í barnabók sinni, ranglega með fagheiti og einkennisbúning hjúkrunarfræðinga. Henni voru gerðar upp annarlegar hvatir og bókina átti að sniðganga. Hún hafði móðgað stéttina. Ég er nokkuð viss um að henni gekk gott eitt til með skrifum sínum en viðbrögðin á samfélagsmiðlunum endurspegluðu tíðarandann. Ég verð að segja eins og er að ég nota sjálfur þetta „niðrandi“ orð þegar ég dvel með ungum syni mínum á spítala – enda finnst mér orðið vera mun hlýlegra heldur en lögverndaða starfsheitið. Með þessu er ég samt ekki að gera lítið út starfinu. Síður en svo og þvert á móti. Það er a.m.k. ekki ætlun mín. Við verðum að hætta að móðgast svona auðveldlega og taka hluti persónulega. Ofurviðkvæmni er umræðunni ekki til framdráttar og við þurfum að hætta að gera öðru fólki upp annarlegar hvatir. Annars þurfum við lögfræðingarnir að fara í alvarlega sjálfsskoðun undir myllumerkinu #HættiðAðGeraGrínAðOkkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttum fimmtíu árum söng Johnny Cash inn á hljómplötuna At Folsom Prison. Áhorfendurnir voru fangar þeirrar ágætu stofnunar og var hljómplatan tekin upp á tónleikum innan veggja fangelsisins. Nokkur laganna fjölluðu um kollega áhorfendanna, sem sumir hverjir biðu aftöku sinnar á dauðadeildum. Lagið „25 minutes to go“ fjallar t.a.m. um mann sem á lengd eins Friends-þáttar eftir af ævi sinni og verður að teljast til gálgahúmors – bókstaflega. Af upptökunum má hins vegar heyra fangana ærast af gleði yfir flutningi hr. Cash. Ég er ekki viss um að söngvarinn fengi sömu viðbrögð í dag, enda allar líkur á því að viðkvæmir áhorfendur myndu móðgast eða særast yfir textunum. Ein söngkona (úps, ég meinti söngfræðingur) fékk t.d. á baukinn fyrir nokkru síðan þegar hún fór, í barnabók sinni, ranglega með fagheiti og einkennisbúning hjúkrunarfræðinga. Henni voru gerðar upp annarlegar hvatir og bókina átti að sniðganga. Hún hafði móðgað stéttina. Ég er nokkuð viss um að henni gekk gott eitt til með skrifum sínum en viðbrögðin á samfélagsmiðlunum endurspegluðu tíðarandann. Ég verð að segja eins og er að ég nota sjálfur þetta „niðrandi“ orð þegar ég dvel með ungum syni mínum á spítala – enda finnst mér orðið vera mun hlýlegra heldur en lögverndaða starfsheitið. Með þessu er ég samt ekki að gera lítið út starfinu. Síður en svo og þvert á móti. Það er a.m.k. ekki ætlun mín. Við verðum að hætta að móðgast svona auðveldlega og taka hluti persónulega. Ofurviðkvæmni er umræðunni ekki til framdráttar og við þurfum að hætta að gera öðru fólki upp annarlegar hvatir. Annars þurfum við lögfræðingarnir að fara í alvarlega sjálfsskoðun undir myllumerkinu #HættiðAðGeraGrínAðOkkur.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar