Skrekkur 2018 Þórir S. Guðbergsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Þann 12. nóv. var hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, Skrekkur, sýnd í sjónvarpinu. Þar komu fram snjallir og hæfileikaríkir unglingar. Með dansi, söngvum og þróttmiklum sköpunarkrafti og hugmyndaflugi sungu þau um Betri heim – og Árbæjarskóli sigraði með laginu Gott,betra best. Í upphafi sýningar minntu þau okkur á Aladdín þar sem vondi galdramaðurinn kemur við sögu og Rauðhettu og úlfinn frá 17. öld - þar sem úlfurinn táknar hið illa eins og í mörgum sögum. En börn eru snjallar mannverur. Þau finna lausnir á vandamálum með sinni aðferðarfræði með hjálp foreldra/fullorðinna, með kærleika, aga, frelsi og sveigjanleika. Því miður er til illt fólk í raunheimum, grimmt og árásargjarnt - svo að börn og ungmenni limlestast – og verða hungurmorða. Fullorðið fólk vegur hvert annað með hryllingssársauka á samfélagsmiðlum og sagt er frá ógnvænlegu ofbeldi í fréttunum úr næsta nágrenni. – Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þann 11. nóv. minntist heimurinn fyrra helstríðsins og Halldór Laxness kvað um heimstyrjöld í orðastað Bjarts í Sumarhúsum: Spurt hef ég tíu milljón manns séu myrtir í gamni utanlands... ...því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús. Fjögurra ára sonardóttir biður afa oft og tíðum að leika úlfinn, en með einu skilyrði þó: Með einni handarhreyfingu sveiflar hún ósýnilegum töfrasprota og breytir úlfinum í Góða úlfinn, og heimurinn batnar. Afinn samþykkir það. Hvernig getur heimurinn batnað, Gott orðið betra og betra best? Styðjum við unga fólkið. Stöndum saman. Ímyndum okkur að einn sólríkan vetrarmorgun guði unga Ísland á gluggann okkar sem fagur skógarþröstur og tísti eins og margir hafa kvakað áður með ýmsum orðum: Hvernig skyldi heimurinn verða ef allir væru almennilegir við alla með ósýnilegri hugarfarsbreytingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skrekkur Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. nóv. var hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, Skrekkur, sýnd í sjónvarpinu. Þar komu fram snjallir og hæfileikaríkir unglingar. Með dansi, söngvum og þróttmiklum sköpunarkrafti og hugmyndaflugi sungu þau um Betri heim – og Árbæjarskóli sigraði með laginu Gott,betra best. Í upphafi sýningar minntu þau okkur á Aladdín þar sem vondi galdramaðurinn kemur við sögu og Rauðhettu og úlfinn frá 17. öld - þar sem úlfurinn táknar hið illa eins og í mörgum sögum. En börn eru snjallar mannverur. Þau finna lausnir á vandamálum með sinni aðferðarfræði með hjálp foreldra/fullorðinna, með kærleika, aga, frelsi og sveigjanleika. Því miður er til illt fólk í raunheimum, grimmt og árásargjarnt - svo að börn og ungmenni limlestast – og verða hungurmorða. Fullorðið fólk vegur hvert annað með hryllingssársauka á samfélagsmiðlum og sagt er frá ógnvænlegu ofbeldi í fréttunum úr næsta nágrenni. – Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þann 11. nóv. minntist heimurinn fyrra helstríðsins og Halldór Laxness kvað um heimstyrjöld í orðastað Bjarts í Sumarhúsum: Spurt hef ég tíu milljón manns séu myrtir í gamni utanlands... ...því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús. Fjögurra ára sonardóttir biður afa oft og tíðum að leika úlfinn, en með einu skilyrði þó: Með einni handarhreyfingu sveiflar hún ósýnilegum töfrasprota og breytir úlfinum í Góða úlfinn, og heimurinn batnar. Afinn samþykkir það. Hvernig getur heimurinn batnað, Gott orðið betra og betra best? Styðjum við unga fólkið. Stöndum saman. Ímyndum okkur að einn sólríkan vetrarmorgun guði unga Ísland á gluggann okkar sem fagur skógarþröstur og tísti eins og margir hafa kvakað áður með ýmsum orðum: Hvernig skyldi heimurinn verða ef allir væru almennilegir við alla með ósýnilegri hugarfarsbreytingu?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun