Áratugur breytinga: Íslendingar og umhverfismál Ólafur Elínarson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun