Burt með krónuna? Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Það kostar víst á fjórðu krónu að framleiða einn krónupening. Samtals eru 119 milljónir slíkra í umferð, sem þýðir að undir sófasessum landsmanna eru hátt í 500 tonn af peningum sem hæpið er að verði nokkru sinni notaðir. Það er erfitt að átta sig á nauðsyn þess að halda hér úti slíkri mynt og sama mætti væntanlega segja um 25 milljónir fimmkalla. En hvað með hitt klinkið og seðlana? Seðlabanki Íslands sendi á dögunum frá sér áhugavert sérrit um rafkrónu þar sem meðal annars er rætt um stöðu reiðufjár á Íslandi. Þar er því haldið fram að þegar horft er fram veginn sé „líklegt að hlutdeild hefðbundins reiðufjár, að minnsta kosti í staðgreiðsluviðskiptum, fari minnkandi.“ Reynsla Dana sýni að börn og aldraðir séu helstu notendur reiðufjár þar í landi en aðrir séu móttækilegri fyrir öðrum greiðsluleiðum. Þetta hljómar alls ekki ólíklegt, en reiðufé er þó ekki einungis greiðslumáti heldur einnig geymslustaður fyrir verðmæti. Fáir geyma sennilega klink í stórum varasjóðum en 82% verðmætis lausafjár hér á landi er í formi 5.000 og 10.000 króna seðla. Reiðufé hefur sína kosti og galla sem sparnaðarform. Vissulega er það í ríkisábyrgð og tiltækt fyrirvaralaust, en það brennur stöðugt upp í verðbólgu og getur glatast. Dagleg notkun reiðufjár í viðskiptum á sennilega styttra eftir en áhugi fólks á að geyma sparifé undir koddanum. Á endanum má þó reikna með að við hættum alfarið að nota reiðufé og þá er spurningin hvað tekur við. Seðlabankinn undirbýr sig með umræðu um rafkrónu sem valkost og það er gott að vita að útgefandi reiðufjár skoði af fullri alvöru hvað taki við. Þegar rætt var um möguleika þess að innkalla 10.000 kr. seðla í fyrra fór allt í háaloft og ýmist var talað um aðgerðina sem nauðsynlega til að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi og örva einkaneyslu eða grófa skerðingu á rétti fólks til að geta átt óskráð viðskipti. Í næstu umferð verður umræðan vonandi yfirvegaðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Það kostar víst á fjórðu krónu að framleiða einn krónupening. Samtals eru 119 milljónir slíkra í umferð, sem þýðir að undir sófasessum landsmanna eru hátt í 500 tonn af peningum sem hæpið er að verði nokkru sinni notaðir. Það er erfitt að átta sig á nauðsyn þess að halda hér úti slíkri mynt og sama mætti væntanlega segja um 25 milljónir fimmkalla. En hvað með hitt klinkið og seðlana? Seðlabanki Íslands sendi á dögunum frá sér áhugavert sérrit um rafkrónu þar sem meðal annars er rætt um stöðu reiðufjár á Íslandi. Þar er því haldið fram að þegar horft er fram veginn sé „líklegt að hlutdeild hefðbundins reiðufjár, að minnsta kosti í staðgreiðsluviðskiptum, fari minnkandi.“ Reynsla Dana sýni að börn og aldraðir séu helstu notendur reiðufjár þar í landi en aðrir séu móttækilegri fyrir öðrum greiðsluleiðum. Þetta hljómar alls ekki ólíklegt, en reiðufé er þó ekki einungis greiðslumáti heldur einnig geymslustaður fyrir verðmæti. Fáir geyma sennilega klink í stórum varasjóðum en 82% verðmætis lausafjár hér á landi er í formi 5.000 og 10.000 króna seðla. Reiðufé hefur sína kosti og galla sem sparnaðarform. Vissulega er það í ríkisábyrgð og tiltækt fyrirvaralaust, en það brennur stöðugt upp í verðbólgu og getur glatast. Dagleg notkun reiðufjár í viðskiptum á sennilega styttra eftir en áhugi fólks á að geyma sparifé undir koddanum. Á endanum má þó reikna með að við hættum alfarið að nota reiðufé og þá er spurningin hvað tekur við. Seðlabankinn undirbýr sig með umræðu um rafkrónu sem valkost og það er gott að vita að útgefandi reiðufjár skoði af fullri alvöru hvað taki við. Þegar rætt var um möguleika þess að innkalla 10.000 kr. seðla í fyrra fór allt í háaloft og ýmist var talað um aðgerðina sem nauðsynlega til að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi og örva einkaneyslu eða grófa skerðingu á rétti fólks til að geta átt óskráð viðskipti. Í næstu umferð verður umræðan vonandi yfirvegaðri.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun