Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 09:15 Mark Zuckerberg er stofnandi og forstjóri Facebook. vísir/getty Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. Voru gagnrýnendurnir sagðir vera sérstakir útsendarar Soros. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í ítarlega úttekt New York Times um hvernig Facebook hefur tekist á við vandamálin sem blasað hafa við fyrirtækinu undanfarin misseri. Soros er fjárfestir og gyðingur. Hann hefur löngum orðið verið hluti af ýmsum andgyðinglegum samsæriskenningum en á sama tíma og Facebook var að reyna að grafa undan gagnrýnendum með að tengja þá við Soros var miðillinn að berjast gegn andgyðinglegum áróðri sem birtist á Facebook. Spjótin fóru ekki hvað síst að beinast að Facebook vegna áhrifa Rússa á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 þar sem auglýsingar á samfélagsmiðlinum voru nýttar.Dreifðu neikvæðum greinum um Apple og Google Facebook leitaði til ráðgjafafyrirtækisins Definers Public Affairs vegna þeirrar gagnrýni sem beindist að miðlinum í tengslum við Rússa og forsetakosningarnar. Ein aðferðin sem Definers Public Affairs beitti var að birta tugi neikvæðra greina um önnur tæknifyrirtæki á borð við Google og Apple. Önnur aðferð var svo að setja Soros í hlutverk þess sem var í forsvari fyrir ófræginarherferð gegn Facebook. Definers Puclic Affairs kom þannig skjali í umferð sem tengdi Soros við umfangsmikla ófræginarherferð gegn samfélagsmiðlinum og hvatti blaðamenn til þess að kanna fjárhagsleg tengsl á milli Soros og hópa á borð við Freedom from Facebook og Color of Change. Soros hefur, eins og áður segir, gjarnan orðið fyrir barðinu á samsæriskenningum. Samsæriskenningarnar náðu einhvers konar hámarki í vikunum fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins þegar því var ranglega haldið fram að Soros stæði á bak við fjölda innflytjenda frá Mið-Ameríku sem væru að reyna að komast inn til Bandaríkjanna yfir landamærin í Mexíkó. Facebook Tengdar fréttir Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06 Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. Voru gagnrýnendurnir sagðir vera sérstakir útsendarar Soros. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í ítarlega úttekt New York Times um hvernig Facebook hefur tekist á við vandamálin sem blasað hafa við fyrirtækinu undanfarin misseri. Soros er fjárfestir og gyðingur. Hann hefur löngum orðið verið hluti af ýmsum andgyðinglegum samsæriskenningum en á sama tíma og Facebook var að reyna að grafa undan gagnrýnendum með að tengja þá við Soros var miðillinn að berjast gegn andgyðinglegum áróðri sem birtist á Facebook. Spjótin fóru ekki hvað síst að beinast að Facebook vegna áhrifa Rússa á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 þar sem auglýsingar á samfélagsmiðlinum voru nýttar.Dreifðu neikvæðum greinum um Apple og Google Facebook leitaði til ráðgjafafyrirtækisins Definers Public Affairs vegna þeirrar gagnrýni sem beindist að miðlinum í tengslum við Rússa og forsetakosningarnar. Ein aðferðin sem Definers Public Affairs beitti var að birta tugi neikvæðra greina um önnur tæknifyrirtæki á borð við Google og Apple. Önnur aðferð var svo að setja Soros í hlutverk þess sem var í forsvari fyrir ófræginarherferð gegn Facebook. Definers Puclic Affairs kom þannig skjali í umferð sem tengdi Soros við umfangsmikla ófræginarherferð gegn samfélagsmiðlinum og hvatti blaðamenn til þess að kanna fjárhagsleg tengsl á milli Soros og hópa á borð við Freedom from Facebook og Color of Change. Soros hefur, eins og áður segir, gjarnan orðið fyrir barðinu á samsæriskenningum. Samsæriskenningarnar náðu einhvers konar hámarki í vikunum fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins þegar því var ranglega haldið fram að Soros stæði á bak við fjölda innflytjenda frá Mið-Ameríku sem væru að reyna að komast inn til Bandaríkjanna yfir landamærin í Mexíkó.
Facebook Tengdar fréttir Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06 Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45