Ódýrt lífeyriskerfi Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Sú fullyrðing heyrist furðu oft að lífeyrissjóðir landsins séu illa reknir. Oft fylgir að þeir séu óskilvirkir, með allt of mikla yfirbyggingu, starfsmenn séu á ofurlaunum og að almennt sé illa haldið utan um fjármuni sjóðfélaga. Þeir sem gagnrýna sjóðina, meðal annars á þessum forsendum, eiga greiðan aðgang að eyrum og augum landsmanna í gegnum samfélagsmiðla og almenna fjölmiðla. Smám saman hefur því teiknast upp skökk mynd af raunveruleikanum, sem er að lífeyriskerfið er ekki bara vel rekið heldur er það ótrúlega ódýrt miðað við umfang.Vel rekinn sjóður Í sumar birti Fjármálaeftirlitið samantekt um rekstur lífeyrissjóða landsins árið 2017. Þar kemur fram að heildar rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru tuttugu og fjórir talsins, nam rétt rúmlega sjö milljörðum króna. Ef við tökum Gildi-lífeyrissjóð, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, þá nam rekstrarkostnaður sjóðsins rúmlega átta hundruð milljónum. Það er auðvitað há upphæð en þegar horft er til þeirrar staðreyndar að sjóðurinn heldur m.a. utan um réttindi 226 þúsund sjóðfélaga, greiddi rúmlega 22.200 lífeyrisþegum elli-, örorku-, barna- og makalífeyri, tók við iðgjöldum fyrir tæplega 53.000 sjóðfélaga, hélt utan um ríflega 500 milljarða króna eignasafn, veitti tæplega 900 sjóðfélagalán og hélt utan um séreignarsparnað ríflega 36.500 einstaklinga er óhætt að fullyrða að sjóðfélagar fá mikið fyrir peninginn. Í því sambandi er hægt að leggja alls konar mælikvarða á rekstrarkostnaðinn. Einn er að hver sjóðfélagi greiddi tæplega 3.600 krónur allt árið fyrir þá þjónustu sem sjóðurinn veitir. Kostnaðarhlutfall sjóðsins, sem er rekstur deilt með heildareignum sjóðsins, er einnig mjög lágt, eða 0,16%.Lífeyrissjóðir eru tryggingafélög Enn annar mælikvarði sem hægt er að leggja á rekstur lífeyrissjóða er að skoða rekstrarkostnað í tengdri starfsemi. Í raun má segja að lífeyrissjóðir landsins, þar á meðal Gildi, séu í grunninn tryggingafélög. Sjóðfélagar greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna sem á móti veita tryggingu við örorku, makamissi, missi foreldris og auðvitað við starfslok sökum aldurs. Ef við leggjum þann mælikvarða á sjóðina og berum þá saman við rekstur stærstu tryggingafélaga landsins er niðurstaðan aftur hagstæð. Lífeyrissjóðir landsins eru tuttugu og fjórir talsins og heildar rekstrarkostnaður þeirra nam sjö milljörðum í fyrra. Rekstrarkostnaður VÍS á sama ári nam tæplega 4,5 milljörðum, Sjóvá tæplega 3,9 milljörðum og rekstrarkostnaður TM nam rúmlega 3,4 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður þessara þriggja tryggingafélaga nam því tæplega 11,8 milljörðum króna. Auðvitað er rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga ekki að fullu sambærilegur, enda starfsemin ólík. En samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.Lífeyrissjóðir sem fjármálastofnanir Það má líka bera rekstur lífeyriskerfisins saman við rekstur bankanna. Þegar það er gert kemur eftirfarandi í ljós. Rekstrarkostnaður Arion banka árið 2017 nam tæplega 30 milljörðum, rekstur Íslandsbanka kostaði tæplega 27 milljarða og tæplega 24 milljarða kostaði að reka Landsbankann. Rekstrarkostnaður þessara þriggja banka á síðasta ári nam því rétt tæplega 81 milljarði króna sem er tæplega tólffaldur rekstrarkostnaður allra lífeyrissjóða landsins. Aftur er tekið fram að auðvitað er starfsemi lífeyrissjóða og bankanna ólík. Eins og rekstur lífeyrissjóða og tryggingafélaga er ekki eins. Engu að síður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu við þennan samanburð en að lífeyriskerfið sé ótrúlega ódýrt í rekstri miðað við stærð þess, umfang og mikilvægi.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun