Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2018 12:45 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum, þar af 650 starfsmenn á Íslandi. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels hefur í gegnum árin látið sig umræðu um gjaldmiðils- og peningamál varða. Krónan skiptir hins vegar mjög litlu máli í rekstri Marels í dag enda kemur aðeins eitt prósent af tekjum félagsins frá Íslandi.Dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning „Það er ljóst ef við förum í skoðanakannanir og þess háttar að þá vill meirihluti heimila í landinu og meirihluti smærri fyrirtækja halda í krónuna. Hins vegar er það að mínu mati dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning í landinu að halda í krónuna. Það gerist ansi leiðigjarnt að þeir sem eru að reka alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi séu ávallt að tala um íslensku krónuna og að við þurfum að breyta henni. Mér finnst að þeir sem hafa mesta hagsmuni af því að fá lægri viðskiptakostnað, lægri vaxtakostnað, hafa mynt þannig að þú getir gert þín útflutningsplön en lítil íslensk iðnfyrirtæki geta varla hafið útrás í dag því óstöðugleikinn í krónunni gagnvart erlendum myntum er töluverður, að þeir hópar ættu fremur að berjast fyrir því heldur en að við, forkólfar í alþjóðlegum fyrirtækjum hér á Íslandi, séum ávallt að skipta okkur af innankrónikumálum í rauninni. Hins vegar er það mín skoðun að kostnaður við myntkerfið er allt of mikill sem sést kannski best í því að almenningur er að borga þrisvar sinnum sína íbúð í vaxtakostnað á meðan þú ert að borga einum og hálfu sinni íbúðina í vaxtakostnað í Svíþjóð, sem dæmi,“ segir Árni Oddur. Vaxtaumhverfið í Svíþjóð er líkt því sem þekkist á evrusvæðinu þótt Svíar séu ekki í myntsamstarfinu um evruna. Þeir reka sjálfstæða peningastefnu með sænskri krónu, flotgengi og verðbólgumarkmiði. Íslenska krónan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum, þar af 650 starfsmenn á Íslandi. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels hefur í gegnum árin látið sig umræðu um gjaldmiðils- og peningamál varða. Krónan skiptir hins vegar mjög litlu máli í rekstri Marels í dag enda kemur aðeins eitt prósent af tekjum félagsins frá Íslandi.Dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning „Það er ljóst ef við förum í skoðanakannanir og þess háttar að þá vill meirihluti heimila í landinu og meirihluti smærri fyrirtækja halda í krónuna. Hins vegar er það að mínu mati dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning í landinu að halda í krónuna. Það gerist ansi leiðigjarnt að þeir sem eru að reka alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi séu ávallt að tala um íslensku krónuna og að við þurfum að breyta henni. Mér finnst að þeir sem hafa mesta hagsmuni af því að fá lægri viðskiptakostnað, lægri vaxtakostnað, hafa mynt þannig að þú getir gert þín útflutningsplön en lítil íslensk iðnfyrirtæki geta varla hafið útrás í dag því óstöðugleikinn í krónunni gagnvart erlendum myntum er töluverður, að þeir hópar ættu fremur að berjast fyrir því heldur en að við, forkólfar í alþjóðlegum fyrirtækjum hér á Íslandi, séum ávallt að skipta okkur af innankrónikumálum í rauninni. Hins vegar er það mín skoðun að kostnaður við myntkerfið er allt of mikill sem sést kannski best í því að almenningur er að borga þrisvar sinnum sína íbúð í vaxtakostnað á meðan þú ert að borga einum og hálfu sinni íbúðina í vaxtakostnað í Svíþjóð, sem dæmi,“ segir Árni Oddur. Vaxtaumhverfið í Svíþjóð er líkt því sem þekkist á evrusvæðinu þótt Svíar séu ekki í myntsamstarfinu um evruna. Þeir reka sjálfstæða peningastefnu með sænskri krónu, flotgengi og verðbólgumarkmiði.
Íslenska krónan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira