Þurrkur truflar skipasiglingar á Rínarfljóti Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 14:27 Um 80% af vöruflutningum með skipum í Þýskalandi fara fram um Rínarfljót. Skip þar hafa ekki getað siglt fullfermd vegna þurrks undanfarna mánuði. Vísir/EPA Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina. Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina.
Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira