Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 08:47 Þykkt ósonlagsins yfir Suðurskautslandinu árið 2000 (t.v.) og í september á þessu ári (t.h.). Fjólublái og blái liturinn sýna hvar lagið er þynnst. Vísir/AP Vísindamenn áætla að stærsta gatið í ósonlagi jarðarinnar yfir Suðurskautslandinu lokist á sjöunda áratug þessarar aldar. Ósonlagið er nú tekið að gróa eftir að menn bönnuðu efni sem eyða því fyrir þrjátíu árum. Batinn gæti þó aukið á hnattræna hlýnun á suðurskautinu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að gatið fyrir ofan norðurhvelið ætti að lagast á fjórða áratug aldarinnar. Ósonlagið hefur þynnst allt frá 8. áratug síðustu aldar vegna losunar manna á svonefndum klórflúorkolefnum sem meðal annars var að finna í úðabrúsum og ísskápum. Ósonlagið ver yfirborð jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Óttast var að með þynningu ósonlagsins væri heilsu manna og dýra stefnt í hættu. Notkun klórflúorkolefna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. „Ef ósoneyðandi efni hefðu haldið áfram að aukast hefðum við séð risastór áhrif. Við komum í veg fyrir það,“ segir Paul Newman, yfirjarðvísindamaður Goddard-geimmiðstöðvar NASA, við AP-fréttastofuna. Þegar þynning ósonlagsins var sem verst seint á 10. áratug síðustu aldar höfðu um tíu prósent efri hluta þess eyðst. Frá árinu 2000 hefur það vaxið um eitt til þrjú prósent á áratug. Styrkur ósons í lofthjúpi jarðar sveiflast eftir árstíðum. Þegar gatið yfir suðurpólnum var sem stærst í ár var það tæpir 25 milljónir ferkílómetrar, 16% minna en þegar það mældist stærst árið 2006.Magnar hlýnun á suðurskautinu aðeins Fréttirnar af ósonlaginu eru þó ekki aðeins jákvæðar. Nýlega fannst uppspretta klórflúorkolefna í austanverðri Asíu sem bendir til þess að þar séu efnin framleidd í trássi við alþjóðlegt bann. Þá gæti minnkun gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu gert loftslagsbreytingar verri þar. Fram að þessu hefur gatið vegið aðeins upp á móti hnattrænni hlýnun þar. Ekki er ljóst hversu mikið mun bæta í hlýnunina þegar gatið lokast. Ross Salawitch, loftslagsfræðingur við Maryland-háskóla og einn skýrsluhöfunda SÞ, segir hins vegar að það væri „ótrúlega óábyrgt“ að laga ekki gatið í ósonlaginu vegna þýðingar þess fyrir heilsu manna. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Vísindamenn áætla að stærsta gatið í ósonlagi jarðarinnar yfir Suðurskautslandinu lokist á sjöunda áratug þessarar aldar. Ósonlagið er nú tekið að gróa eftir að menn bönnuðu efni sem eyða því fyrir þrjátíu árum. Batinn gæti þó aukið á hnattræna hlýnun á suðurskautinu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að gatið fyrir ofan norðurhvelið ætti að lagast á fjórða áratug aldarinnar. Ósonlagið hefur þynnst allt frá 8. áratug síðustu aldar vegna losunar manna á svonefndum klórflúorkolefnum sem meðal annars var að finna í úðabrúsum og ísskápum. Ósonlagið ver yfirborð jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Óttast var að með þynningu ósonlagsins væri heilsu manna og dýra stefnt í hættu. Notkun klórflúorkolefna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. „Ef ósoneyðandi efni hefðu haldið áfram að aukast hefðum við séð risastór áhrif. Við komum í veg fyrir það,“ segir Paul Newman, yfirjarðvísindamaður Goddard-geimmiðstöðvar NASA, við AP-fréttastofuna. Þegar þynning ósonlagsins var sem verst seint á 10. áratug síðustu aldar höfðu um tíu prósent efri hluta þess eyðst. Frá árinu 2000 hefur það vaxið um eitt til þrjú prósent á áratug. Styrkur ósons í lofthjúpi jarðar sveiflast eftir árstíðum. Þegar gatið yfir suðurpólnum var sem stærst í ár var það tæpir 25 milljónir ferkílómetrar, 16% minna en þegar það mældist stærst árið 2006.Magnar hlýnun á suðurskautinu aðeins Fréttirnar af ósonlaginu eru þó ekki aðeins jákvæðar. Nýlega fannst uppspretta klórflúorkolefna í austanverðri Asíu sem bendir til þess að þar séu efnin framleidd í trássi við alþjóðlegt bann. Þá gæti minnkun gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu gert loftslagsbreytingar verri þar. Fram að þessu hefur gatið vegið aðeins upp á móti hnattrænni hlýnun þar. Ekki er ljóst hversu mikið mun bæta í hlýnunina þegar gatið lokast. Ross Salawitch, loftslagsfræðingur við Maryland-háskóla og einn skýrsluhöfunda SÞ, segir hins vegar að það væri „ótrúlega óábyrgt“ að laga ekki gatið í ósonlaginu vegna þýðingar þess fyrir heilsu manna.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34
Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00