Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 07:30 Prime Tours og Far-vel eru í eigu sama aðila. Fréttablaðið/Anton brink Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær. Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent