Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 12:02 Boeing 737-Max 8 vél Icelandair er með öflugari vél, straumlínulagaðri vængi og notendavænni flugstjórnarklefa en forverar hennar. Vísir/Jóhann K. Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum.Boeing segist hafa sent leiðbeiningarnar í gær, sem í stuttu máli fela í sér ráðleggingar til flugfélaga um að reiða sig á fyrirliggjandi ferla þegar grunur leikur á gallanum. Í handbók vélanna megi finna röð aðgerða sem flugmenn eigi að grípa til ef óvenjulegar viðvaranir taka að berast frá umræddum hraðanema. Rannsóknarnefnd indónesískra samgönguslysa telur að innistæðulaus viðvörun frá nemanum hafi orðið til þess að sannfæra flugmenn Lion Air um að vélin væri að hækka flugið. Slíkar viðvaranir geta leitt til þess að vélin tekur sjálf að lækka flugið, en ekki er vitað hvort sú hafi verið raunin í flugi Lion Air 610. Það telst þó nokkuð ljóst að flugmenn vélarinnar hafi brugðist við skilaboðunum með því að lækka sjálfir flugið, með þeim afleiðingum að vélin hafnaði í Jövuhafi. Lækkunin var svo hröð að vélin er sögð hafa verið á um 965 kílómetra hraða þegar hún hafnaði á sjávarfletinum. Allir þeir 189 sem um borð voru í vélinni eru taldir af.Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Þó er talið að þessir tilteknu nemar vélarinnar hafi áður verið til vandræða. Rannsókn málsins stendur enn yfir og segist Boeing liðsinna indónesískum flugstjórnaryfirvöldum við rannsóknina. Flugvélaframleiðandinn hefur afhent 219 Max-flugfélar, sem eru þær nýjustu í 737-fjölskyldunni. Boeing hafa borist rúmlega 4500 pantanir á slíkum vélum. Flugvélaframleiðendur senda viðskiptum sínum reglulega leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við göllum sem upp kunna að koma við notkun vélanna, sem flestar teljast varla til tíðinda. Þegar gallarnir leiða til gríðarlegs manntjóns, eins og þess sem varð undan ströndum Jövu, geta flugfélög hins vegar búist við fleiri og ítarlegri ráðleggingum.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum.Boeing segist hafa sent leiðbeiningarnar í gær, sem í stuttu máli fela í sér ráðleggingar til flugfélaga um að reiða sig á fyrirliggjandi ferla þegar grunur leikur á gallanum. Í handbók vélanna megi finna röð aðgerða sem flugmenn eigi að grípa til ef óvenjulegar viðvaranir taka að berast frá umræddum hraðanema. Rannsóknarnefnd indónesískra samgönguslysa telur að innistæðulaus viðvörun frá nemanum hafi orðið til þess að sannfæra flugmenn Lion Air um að vélin væri að hækka flugið. Slíkar viðvaranir geta leitt til þess að vélin tekur sjálf að lækka flugið, en ekki er vitað hvort sú hafi verið raunin í flugi Lion Air 610. Það telst þó nokkuð ljóst að flugmenn vélarinnar hafi brugðist við skilaboðunum með því að lækka sjálfir flugið, með þeim afleiðingum að vélin hafnaði í Jövuhafi. Lækkunin var svo hröð að vélin er sögð hafa verið á um 965 kílómetra hraða þegar hún hafnaði á sjávarfletinum. Allir þeir 189 sem um borð voru í vélinni eru taldir af.Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Þó er talið að þessir tilteknu nemar vélarinnar hafi áður verið til vandræða. Rannsókn málsins stendur enn yfir og segist Boeing liðsinna indónesískum flugstjórnaryfirvöldum við rannsóknina. Flugvélaframleiðandinn hefur afhent 219 Max-flugfélar, sem eru þær nýjustu í 737-fjölskyldunni. Boeing hafa borist rúmlega 4500 pantanir á slíkum vélum. Flugvélaframleiðendur senda viðskiptum sínum reglulega leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við göllum sem upp kunna að koma við notkun vélanna, sem flestar teljast varla til tíðinda. Þegar gallarnir leiða til gríðarlegs manntjóns, eins og þess sem varð undan ströndum Jövu, geta flugfélög hins vegar búist við fleiri og ítarlegri ráðleggingum.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30
Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29
Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03