Meint skipulagssvik og trójuhesturinn frægi Ólafur Ingi Tómasson skrifar 7. nóvember 2018 18:45 Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Skoðun Tengdar fréttir Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00 Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Markússon skrifar grein í Fréttablaðið sem hann nefnir „Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði“. Þar sem fullyrt er að meirihluti bæjarstjórnar og þá flestir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði og ekki síður hafnarstjórn hafi svikið íbúalýðræðið með því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Blandar Guðmundur skipulagi við Fornubúðir 5 inn í þá umræðu. Vísað er í fögur fyrirheit frá undirrituðum frá janúar 2015 og að sáttin sé fyrir bý. Einnig er vísað í grein undirritaðs í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. og því sem þar kemur fram er snúið upp á skipulag Fornubúða 5.Þröngsýni og staðreyndavillur Guðmundur sleppir (líklega þar sem það hentar málstaðnum) að geta þess að í janúar 2015 var skipulagssvæðið bundið við Flensborgarkvosina. Á síðari stigum var svæðið stækkað út verulega. Keppnislýsing var samþykkt, dómnefnd skipuð og efnt til hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. sæti.Guðmundur skrifar í grein sinni: „Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings:“„Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð“„Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð“„Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð“Það sem ekki er nefnt hér að í keppnislýsingunni er opnað á íbúðarbyggð á skipulagssvæðinu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð eins og greinarhöfundi er fullkunnugt um.Ef þetta er skoðað betur í samhengi við skipulagssvæði allt (ekki bara Fornubúðir 5) þá mætti Guðmundur t.d. segja okkur hvað sé lágreist byggð? Hvað er aðliggjandi byggð? Eins og áður sagði þá var skipulagssvæðið stækkað verulega, nú nær það að Stapagötu, þar er aðliggjandi byggð klárlega Skipalónið með sínar 7 hæðir séð frá Hvaleyrarbraut, við Óseyrarbrautina má segja að aðliggjandi byggð sé einnig Skipalónið, einnig má nefna Cuxhavengötu 1, 5 hæðir og byggingu Ísfells svo eitthvað sé nefnt. Við Suðurbakka má horfa til Norðurbakkans á sama hátt og greinarhöfundur horfir til Suðurgötu.Hér er samanburður á skipulagssvæðinu sem var til umræðu í janúar 2015 og það sem var samþykkt 2016.Mótmælendur og trójuhesturinn Að lokum skrifar Guðmundur:„Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins.“Í þessu samhengi vil ég benda á niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar þar sem víða er að finna í hugmyndum höfunda 4-5 hæða hús en lítið byggingarmagn í Flensborgarkvosinni. Svo að lokum þar sem Hafró er dregin inn í þessi dapurlegu skrif, þá eins og greinarhöfundur veit féll skipulag Fornubúða 5 ekki á hæð byggingarinnar heldur á því að sá sem kærði gerði athugasemd við að Hafrannsóknarstofnun færi inn á hafnarsvæðið og ætti ekki heima þar.Úrskurðanefndin tók undir áhyggjur kæranda um að verið væri að hleypa Hafró inn á hafnarsvæðið. Sama er hvort starfsemi Hafró kæmi til með að vera á einni hæð eða fimm, niðurstaðan hefði verið sú sama. Trójuhesturinn var í tilfelli þess sem kærði skipulagið með Hafró um borð í hestinum fræga.Hér er hægt að sjá allt um hugmyndasamkeppnina.Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar
Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. 7. nóvember 2018 07:00
Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim. 1. nóvember 2018 07:30
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun