Milljón bleikir fílar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 30. október 2018 07:00 Tölum aðeins um fíla. Og höfum þá bleika. Og setjum þá í postulínsbúð. Til að vera skýr þá er bleiki fíllinn krónan. Og postulínsbúðin er Ísland. Enn á ný er bleiki fíllinn að gera allt vitlaust í búðinni okkar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. „Að búa í harmonikku á sveitaballi“, svona lýstu Samtök iðnaðarins því hvernig það væri að vera í atvinnurekstri á Íslandi og búa við krónuna. Ekkert OECD-ríki hefur upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðilsins síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Það er flestum ljóst að krónan er orsakavaldur óstöðugleika. Krónan rýrnar stöðugt í verði og krefst bæði beltis (háir vextir) og axlabanda (verðtrygging). Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu. Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað. En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. Nú blasir við gengisfelling krónunnar og þær gerast alltaf á kostnað almennings. Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu. Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um fíla. Og höfum þá bleika. Og setjum þá í postulínsbúð. Til að vera skýr þá er bleiki fíllinn krónan. Og postulínsbúðin er Ísland. Enn á ný er bleiki fíllinn að gera allt vitlaust í búðinni okkar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. „Að búa í harmonikku á sveitaballi“, svona lýstu Samtök iðnaðarins því hvernig það væri að vera í atvinnurekstri á Íslandi og búa við krónuna. Ekkert OECD-ríki hefur upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðilsins síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Það er flestum ljóst að krónan er orsakavaldur óstöðugleika. Krónan rýrnar stöðugt í verði og krefst bæði beltis (háir vextir) og axlabanda (verðtrygging). Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu. Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað. En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. Nú blasir við gengisfelling krónunnar og þær gerast alltaf á kostnað almennings. Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu. Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar