Minning látinna og snjallsímar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Næsti sunnudagur, 4. nóvember, er merkilegur fyrir þær sakir að þá er minning látinna haldin í kirkjum landsins í tilefni af allra heilagra messu sem er löng og djúphugsuð hefð. En dagurinn er líka mikilvægur vegna þess að þá er símalaus sunnudagur Barnaheilla þegar samtökin skora á landsmenn að segja skilið við símann í einn dag og vakna til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldna. Ein af frumþörfum okkar er að hafa tengsl. Lát ástvinar er sárt tengslarof. Margt aldrað fólk var alið upp við það að best væri í sorgarúrvinnslu að nefna sem sjaldnast þann sem látinn er. Þannig myndi sorgin fyrr dofna. Sem betur fer vitum við í dag að eitt það mikilvægasta í sorgarúrvinnslu er að halda minningu hins látna á lofti og gera það með skapandi og kærleiksríkum hætti. Ég hef margoft orðið vitni að því hvernig syrgjendur geyma í símanum sínum myndir og mikilvæg skilaboð frá þeim sem er látinn. Og vissulega eru símtækin mögnuð tengslatæki. Hitt er jafn satt að skefjalaus símanotkun einangrar okkur hvert frá öðru og skapar áreiti. Á símalausa sunnudeginum skulum við gefa hvert öðru og einkum börnunum þá gjöf að láta enga snjallsímanotkun trufla góðan leik eða innihaldsríka nærveru. Ég skora á okkur að leggja símanum þennan dag og iðka samveru með ástvinum, taka engar myndir en njóta þess að enn er tími til að horfast í augu, tala saman og faðmast. Minning látinna og símalausi sunnudagurinn fara vel saman, því við heiðrum minningu hinna látnu best með því að nota tímann með þeim sem eftir lifa og vera þakklát að enn skuli vera hægt að slá á þráðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Næsti sunnudagur, 4. nóvember, er merkilegur fyrir þær sakir að þá er minning látinna haldin í kirkjum landsins í tilefni af allra heilagra messu sem er löng og djúphugsuð hefð. En dagurinn er líka mikilvægur vegna þess að þá er símalaus sunnudagur Barnaheilla þegar samtökin skora á landsmenn að segja skilið við símann í einn dag og vakna til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldna. Ein af frumþörfum okkar er að hafa tengsl. Lát ástvinar er sárt tengslarof. Margt aldrað fólk var alið upp við það að best væri í sorgarúrvinnslu að nefna sem sjaldnast þann sem látinn er. Þannig myndi sorgin fyrr dofna. Sem betur fer vitum við í dag að eitt það mikilvægasta í sorgarúrvinnslu er að halda minningu hins látna á lofti og gera það með skapandi og kærleiksríkum hætti. Ég hef margoft orðið vitni að því hvernig syrgjendur geyma í símanum sínum myndir og mikilvæg skilaboð frá þeim sem er látinn. Og vissulega eru símtækin mögnuð tengslatæki. Hitt er jafn satt að skefjalaus símanotkun einangrar okkur hvert frá öðru og skapar áreiti. Á símalausa sunnudeginum skulum við gefa hvert öðru og einkum börnunum þá gjöf að láta enga snjallsímanotkun trufla góðan leik eða innihaldsríka nærveru. Ég skora á okkur að leggja símanum þennan dag og iðka samveru með ástvinum, taka engar myndir en njóta þess að enn er tími til að horfast í augu, tala saman og faðmast. Minning látinna og símalausi sunnudagurinn fara vel saman, því við heiðrum minningu hinna látnu best með því að nota tímann með þeim sem eftir lifa og vera þakklát að enn skuli vera hægt að slá á þráðinn.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun