Á Ísland að vera rándýrt? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun