Óska eftir formlegri undanþágu frá lánaskilmálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 23:16 Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur óskað eftir undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum svokallaðra „NO skuldabréfa“ til 30. nóvember næstkomandi í því skyni að öðlast svigrúm til að finna langtímalausn á málinu. Skuldabréfin nema um 190 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 23 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að hin tímabundna undanþága njóti nú þegar stuðnings meirihluta NO skuldabréfaeigenda eða um 85% þeirra. Félagið birti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs sem staðfesti að fjárhagsleg skilyrði voru ekki uppfyllt.Hefja skriflegt ferli og óska eftir undanþágu Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda, Nordic Trustee & Agency AB, fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Félagið hefur einnig hafið viðræður við eigendur IS skuldabréfanna og gerir ráð fyrir að komist verði að samkomulagi með sams konar langtímalausn vegna bréfanna. Nema þau 24 milljónum dala eða um þremur milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir brot á fjárhagslegum kvöðum er fjárhagsstaða Icelandair Group sterk en handbært fé og markaðsverðbréf félagsins námu 184 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 22 milljörðum króna, hinn 30. september. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 62 milljónum Bandaríkjadala eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nam 575 milljónum Bandaríkjadala, um 69 milljörðum íslenskra króna, og eiginfjárhlutfall félagsins var 36%.Lakari sætanýting „Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst. EBITDA nam alls 115 milljónum USD, 41 milljón USD lægri en á þriðja ársfjórðungi 2017. Hækkun olíuverðs, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting eru helstu skýringar á verri afkomu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði. Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika. Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs. Sölu- og markaðsstarf félagsins hefur verið endurskipulagt. Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi. Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins. Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00 „Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38 Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Icelandair hefur óskað eftir undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum svokallaðra „NO skuldabréfa“ til 30. nóvember næstkomandi í því skyni að öðlast svigrúm til að finna langtímalausn á málinu. Skuldabréfin nema um 190 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 23 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að hin tímabundna undanþága njóti nú þegar stuðnings meirihluta NO skuldabréfaeigenda eða um 85% þeirra. Félagið birti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs sem staðfesti að fjárhagsleg skilyrði voru ekki uppfyllt.Hefja skriflegt ferli og óska eftir undanþágu Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda, Nordic Trustee & Agency AB, fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Félagið hefur einnig hafið viðræður við eigendur IS skuldabréfanna og gerir ráð fyrir að komist verði að samkomulagi með sams konar langtímalausn vegna bréfanna. Nema þau 24 milljónum dala eða um þremur milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir brot á fjárhagslegum kvöðum er fjárhagsstaða Icelandair Group sterk en handbært fé og markaðsverðbréf félagsins námu 184 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 22 milljörðum króna, hinn 30. september. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 62 milljónum Bandaríkjadala eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nam 575 milljónum Bandaríkjadala, um 69 milljörðum íslenskra króna, og eiginfjárhlutfall félagsins var 36%.Lakari sætanýting „Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst. EBITDA nam alls 115 milljónum USD, 41 milljón USD lægri en á þriðja ársfjórðungi 2017. Hækkun olíuverðs, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting eru helstu skýringar á verri afkomu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði. Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika. Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs. Sölu- og markaðsstarf félagsins hefur verið endurskipulagt. Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi. Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins. Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00 „Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38 Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00
„Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38
Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20