Milljón og einn Guðmundur Steingrímsson skrifar 22. október 2018 09:00 Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins?
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun