Varðveitum þjóðleiðirnar Einar Skúlason skrifar 22. október 2018 09:00 Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum og allt fram á 20. öld var til víðtækt net göngu- og reiðleiða um allt land. Leiðirnar lágu á milli fjarða, dala og landshluta. Framan af var ekkert sérstakt skipulag á bak við þetta samgöngukerfi, þetta þróaðist bara og leiðirnar urðu til þar sem þægilegt var að komast á ólíkum árstímum og á sem stystum tíma. Þetta var því byggt á uppsafnaðri reynslu kynslóðanna, sem mörkuðu leiðirnar í mörg hundruð ár. Á seinni hluta 19. aldar var farið í umfangsmiklar vegabætur á mörgum þessara leiða í öllum landshlutum og miklu fjármagni veitt til þess. Stórum björgum var oft rutt til hliðar og öðru grjóti, hlaðið undir vegi í hlíðum og reisulegar vörður reistar. Verkefni þessi héldu áfram inn í 20. öldina og þekktasta verkefnið var lagning Konungsvegarins fyrir konungskomu 1907 þegar vagnfær vegur var lagður austur í sveitir svo að Friðrik VIII. gæti ferðast í vagni sínum er hann kom til landsins. Þegar bílaöld gekk í garð tóku þarfir bílsins yfir þarfir fótgangandi og ríðandi varðandi vegagerð og umferð um gömlu leiðirnar féll niður að mestu leyti. Gömlu leiðirnar sjást ekki svo greinilega á ræktuðu landi, en yfirleitt eru þær skýrari á heiðum og í fjalllendi landsins þó að frost og þíða og aukinn gróður dragi hægt og sígandi úr verksummerkjum. Sauðkindin hefur lengst af haldið þessum gömlu leiðum við með því að fara þær og einhverjar leiðirnar hafa verið vinsælar meðal gangandi, ríðandi, hlaupandi og jafnvel hjólandi fólks. Stærstur hluti leiðanna er hins vegar lítið farinn og með fækkun sauðfjár á sumum svæðum og takmarkaðri umferð er líklegt að margar þessara gömlu leiða muni hverfa á komandi áratugum. Það er miður að þessar merkilegu fornminjar hverfi og því vil ég hvetja til þess að hagsmunaaðilar taki sig saman um að gera veg gömlu þjóðleiðanna meiri og stuðli að gerð verndaráætlana með því að auka umferð um þær, standa fyrir námskeiðum um viðhald á vörðum og geri aðgang að þeim skýrari en er í dag.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar